Innlent

Þessi sóttu um stöðu lög­reglu­stjórans á Norður­landi vestra

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Átta sóttu um stöðuna.
Átta sóttu um stöðuna. Vísir/vilhelm

Átta umsóknir bárust um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra sem auglýst var laust til umsóknar 27. mars síðastliðinn.

Umsækjendur um embættið eru:

Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir – aðstoðarsaksóknari

Birgir Jónasson – löglærður fulltrúi

Helgi Jensson – aðstoðarsaksóknari

Hildur Sunna Pálmadóttir – lögfræðingur

Karl Óttar Pétursson - lögfræðingur

Magnús Barðdal – útibússtjóri

Sigurður Hólmar Kristjánsson, settur lögreglustjóri

Stefán Ólafsson – lögfræðingur

Hæfnisnefnd sem hefur ráðgefandi hlutverk í ráðningarferlinu mun nú fara yfir umsóknirnar. 

Gunnar Örn Jónsson, sem áður var lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, var skipaður í embætti lögreglustjórans á Vesturlandi í mars. Hann kom í stað Úlfars Lúðvíkssonar sem hætti í fyrra þegar hann var skipaður í stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×