Drekkja sorgum sínum á sóttkvíarhótelinu Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 15:26 Eitt stærsta hótel landsins er um þessar mundir sóttkvíarhótel, þar sem fólk er fast inni í herbergi í minnst fimm daga. Þá verður að hafa eitthvað við að vera og margir treysta þar á Bakkus. Vísir/Egill Ekkert kemur í veg fyrir að fólk neyti áfengis á sóttkvíarhótelinu á Fosshóteli, nema ef vera skyldi að það á auðvitað ekki heimangengt úr sóttkví í Vínbúðina. Sú verslun býður ekki upp á heimsendingu. Ef vinir og vandamenn gesta koma færandi hendi er það að sögn hótelstjóra sjálfsögð þjónusta starfsfólks hótelsins að fara með vínið upp á herbergi til gestanna, sem fylla nú 230 af 320 herbergjum hótelsins. Þetta leiðir þó ekki til háskalegs partístands, enda jafnan aðeins einn eða tveir gestir á hverju herbergi: „Fólk má ekki eiga neinn samgang á milli, þannig að þú getur ekki verið með neitt partí. Þú ert þá bara einn að drekkja sorgum þínum uppi á herbergi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson sóttkvíarhótelstjóri. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Vísi hafa borist ábendingar um gesti sem hafa gengið fullhratt um gleðinnar dyr á hótelinu, jafnvel þannig að öðrum þyki nóg um. „Auðvitað höfum við þurft að biðja fólk um að lækka og eitthvað slíkt, en það hefur ekki verið neitt stórkostlegt vesen með þetta,“ segir Gylfi. Sé gesti fært vín af þriðja aðila er farið með það til hans á herbergið. „Hins vegar ef hann verður síðan til vandræða með þetta þurfum við að grípa inn í það,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á að Fríhöfnin sé í fullu fjöri og að margir komi með vín þaðan með sér. Vín er þó ekki selt á sóttkvíarhótelinu. Ekki er nema von að fólk leiti leiða til að stytta sér stundir, enda dvölin minnst fimm dagar og ekki víst að komast yfirleitt út í göngutúr. Sumir komast bara einu sinni út á meðan á dvölinni stendur. Á þessari stundu er farþegum frá níu löndum skylt án undantekninga að fara í sóttkví á hótelinu við komuna til landsins. Á meðal landa þer eru Holland, Pólland, Frakkland og Úrúgvæ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ef vinir og vandamenn gesta koma færandi hendi er það að sögn hótelstjóra sjálfsögð þjónusta starfsfólks hótelsins að fara með vínið upp á herbergi til gestanna, sem fylla nú 230 af 320 herbergjum hótelsins. Þetta leiðir þó ekki til háskalegs partístands, enda jafnan aðeins einn eða tveir gestir á hverju herbergi: „Fólk má ekki eiga neinn samgang á milli, þannig að þú getur ekki verið með neitt partí. Þú ert þá bara einn að drekkja sorgum þínum uppi á herbergi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson sóttkvíarhótelstjóri. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Stöð 2/Egill Vísi hafa borist ábendingar um gesti sem hafa gengið fullhratt um gleðinnar dyr á hótelinu, jafnvel þannig að öðrum þyki nóg um. „Auðvitað höfum við þurft að biðja fólk um að lækka og eitthvað slíkt, en það hefur ekki verið neitt stórkostlegt vesen með þetta,“ segir Gylfi. Sé gesti fært vín af þriðja aðila er farið með það til hans á herbergið. „Hins vegar ef hann verður síðan til vandræða með þetta þurfum við að grípa inn í það,“ segir Gylfi. Gylfi bendir á að Fríhöfnin sé í fullu fjöri og að margir komi með vín þaðan með sér. Vín er þó ekki selt á sóttkvíarhótelinu. Ekki er nema von að fólk leiti leiða til að stytta sér stundir, enda dvölin minnst fimm dagar og ekki víst að komast yfirleitt út í göngutúr. Sumir komast bara einu sinni út á meðan á dvölinni stendur. Á þessari stundu er farþegum frá níu löndum skylt án undantekninga að fara í sóttkví á hótelinu við komuna til landsins. Á meðal landa þer eru Holland, Pólland, Frakkland og Úrúgvæ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. 21. apríl 2021 19:20
Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41