Bólusetja í stórum stíl undir sinfóníutónum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2021 12:43 Sinfóníuhljómsveit Íslands spilaði fyrir fólk í bólusetningu í Laugardalshöll í morgun. Vísir/Vilhelm Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk á öllum aldri með undirliggjandi langvinna sjúkdóma. Dagurinn verður óvenjulegur að því leytinu til að Sinfoníuhljómsveit Íslands mun spila undir. Ríflega fimm þúsund manns voru boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Um er að ræða fólk á öllum aldri sem er með undirliggjandi sjúkdóma. Það verður bólusett með bóluefni lyfjarisans Pfizer sem gefið er í tveimur skömmtum. „Það er byrjað á þeim listum sem eru með alvarlegustu sjúkdómana en í heildina er þetta mjög stór hópur, þetta er um 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það mun taka okkur nokkrar vikur eða næstu vikur að vinna þennan hóp niður,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að vikan verði annasöm í bólusetningum. „Við erum síðan með sama hóp á morgun og þá erum við með Moderna-efnið það er sami hópur, fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Síðan erum við í næstu viku að halda áfram með sama hóp á þriðjudag, eftir viku, með Pfizer aftur og svo er á plani að taka AstraZeneca á miðvikudag eftir viku. Þá erum við með hópinn sem er sextíu til sjötíu ára, bæði með undirliggjandi en líka almenning,“ segir Ragnheiður Ósk. Dagurinn í dag verður þó nokkuð óvenjulegur því þeir sem koma í bólusetningu fá að njóta ljúfra tóna Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Það var mjög gleðilegt að Sinfóníuhljómsveitin hafði samband við okkur og spurði hvort þau gætu ekki komið og fengið að spila fyrir fólk, því allt okkar fólk þarf að bíða í fimmtán mínútur þangað til það fær að fara. Og við þáðum þetta með þökkum og þau ætla að koma í dag og halda smá tónleika fyrir okkar gesti sem eru að koma í bólusetningu,“ segir Ragnheiður Ósk. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sinfóníuhljómsveit Íslands Reykjavík Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Ríflega fimm þúsund manns voru boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Um er að ræða fólk á öllum aldri sem er með undirliggjandi sjúkdóma. Það verður bólusett með bóluefni lyfjarisans Pfizer sem gefið er í tveimur skömmtum. „Það er byrjað á þeim listum sem eru með alvarlegustu sjúkdómana en í heildina er þetta mjög stór hópur, þetta er um 30 þúsund manns hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það mun taka okkur nokkrar vikur eða næstu vikur að vinna þennan hóp niður,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að vikan verði annasöm í bólusetningum. „Við erum síðan með sama hóp á morgun og þá erum við með Moderna-efnið það er sami hópur, fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Síðan erum við í næstu viku að halda áfram með sama hóp á þriðjudag, eftir viku, með Pfizer aftur og svo er á plani að taka AstraZeneca á miðvikudag eftir viku. Þá erum við með hópinn sem er sextíu til sjötíu ára, bæði með undirliggjandi en líka almenning,“ segir Ragnheiður Ósk. Dagurinn í dag verður þó nokkuð óvenjulegur því þeir sem koma í bólusetningu fá að njóta ljúfra tóna Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Það var mjög gleðilegt að Sinfóníuhljómsveitin hafði samband við okkur og spurði hvort þau gætu ekki komið og fengið að spila fyrir fólk, því allt okkar fólk þarf að bíða í fimmtán mínútur þangað til það fær að fara. Og við þáðum þetta með þökkum og þau ætla að koma í dag og halda smá tónleika fyrir okkar gesti sem eru að koma í bólusetningu,“ segir Ragnheiður Ósk.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sinfóníuhljómsveit Íslands Reykjavík Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira