Fótbolti

Sverrir Ingi og fé­lagar lögðu topp­liðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
PAOK vann mikilvægan sigur í dag.
PAOK vann mikilvægan sigur í dag. PAOK

Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í PAOK unnu 2-0 sigur á toppliði grísku úrvalsdeildarinnar, Olympiacos, í dag. Sverrir Ingi lék allan leikinn á meðan Ögmundur Kristinsson var á varamannabekk toppliðsins.

Raunar má fara kalla Olympiacos meistarana en liðið er búið að tryggja sér gríska meistaratitilinn þó enn séu fimm umferðir eftir af úrslitakeppninni þar í landi. Því var ef til vill örlítil kaupstaðarlykt af leikmönnum Olympiacos er þeir heimsóttu PAOK í dag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Serbinn Andrija Zivkovic tvívegis fyrir PAOK sem vann öruggan 2-0 sigur eins og áður sagði. Sverrir Ingi lék allan leikinn í miðri þriggja manna vörn heimamanna.

Sigurinn þýðir að PAOK er nú með 54 stig í 3. sæti, aðeins þremur stigum á eftir Aris í 2. sætinu. Ögmundur og félagar í Olympiacos eru eins og áður sagði orðnir meistarar en liðið er með 77 stig í toppsæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.