Nýtt gosop opnaðist í gígjaðrinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2021 15:52 Nýja opið er í jaðri eins gígsins sem fyrir er á svæðinu. Aðsend Nýtt gosop opnaðist á gossvæðinu við Fagradalsfjall á þriðja tímanum í dag. Opið er lítið og opnaðist á milli gíganna sem fyrir eru, á skilgreindu hættusvæði. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að þetta sé ósköp eðlileg þróun mála. Hann telji líklegast um að ræða lengingu á gosopi til suðurs en nýja opið opnaðist í jaðri nyrðri gígsins sem opnaðist 13. apríl, að sögn Þorvaldar. „Þetta eru litlar breytingar, frekar tíðindalitlar hvað gosið varðar þannig séð og framgang gossins. Það mun halda áfram, þetta er ekki merki um að stórfelldar breytingar séu í gangi,“ segir Þorvaldur. Nýja opið sést hægra megin í jaðri gígsins lengst til vinstri á vefmyndavél RÚV hér fyrir neðan. Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að Veðurstofan hafi orðið vör við óróa á svæðinu um klukkan hálf tvö. Björgunarsveitir hafi farið á svæðið að kanna málið og almannavarnir svo staðfest við Veðurstofuna að lítill gígur hefði opnast á þriðja tímanum. Sérfræðingum Veðurstofunnar hefur ekki tekist að staðsetja gígopið nákvæmlega en Bjarki segir að hann sé mjög lítill og á milli þeirra gíga sem fyrir eru á svæðinu; í línu við gígana í Geldingadölum og nyrsta gíginn við Meradali. „RÚV-myndavélin er í gangi en það gengur á með éljum svo það er frekar erfitt að átta sig á þessu en maður sér smá bjarma,“ segir Bjarki. Ekki verður hægt að segja til um það fyrr en næst verður flogið yfir svæðið hvort hraunflæði hafi aukist. „Þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum óróann og getum sagt að kannski sé eitthvað að fara að gerast og svo gerist það.“ Fyrstu upplýsingar sem fréttin byggði á bentu til þess að ný sprunga hefði opnast. Betur fer á því að segja að um nýtt gosop sé að ræða. Það hefur verið leiðrétt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að þetta sé ósköp eðlileg þróun mála. Hann telji líklegast um að ræða lengingu á gosopi til suðurs en nýja opið opnaðist í jaðri nyrðri gígsins sem opnaðist 13. apríl, að sögn Þorvaldar. „Þetta eru litlar breytingar, frekar tíðindalitlar hvað gosið varðar þannig séð og framgang gossins. Það mun halda áfram, þetta er ekki merki um að stórfelldar breytingar séu í gangi,“ segir Þorvaldur. Nýja opið sést hægra megin í jaðri gígsins lengst til vinstri á vefmyndavél RÚV hér fyrir neðan. Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að Veðurstofan hafi orðið vör við óróa á svæðinu um klukkan hálf tvö. Björgunarsveitir hafi farið á svæðið að kanna málið og almannavarnir svo staðfest við Veðurstofuna að lítill gígur hefði opnast á þriðja tímanum. Sérfræðingum Veðurstofunnar hefur ekki tekist að staðsetja gígopið nákvæmlega en Bjarki segir að hann sé mjög lítill og á milli þeirra gíga sem fyrir eru á svæðinu; í línu við gígana í Geldingadölum og nyrsta gíginn við Meradali. „RÚV-myndavélin er í gangi en það gengur á með éljum svo það er frekar erfitt að átta sig á þessu en maður sér smá bjarma,“ segir Bjarki. Ekki verður hægt að segja til um það fyrr en næst verður flogið yfir svæðið hvort hraunflæði hafi aukist. „Þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum óróann og getum sagt að kannski sé eitthvað að fara að gerast og svo gerist það.“ Fyrstu upplýsingar sem fréttin byggði á bentu til þess að ný sprunga hefði opnast. Betur fer á því að segja að um nýtt gosop sé að ræða. Það hefur verið leiðrétt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent