Enski boltinn

„Skil ekki Manchester United“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Coufal og Lingard fagnar marki gegn Leicester um hlegina.
Coufal og Lingard fagnar marki gegn Leicester um hlegina. Plumb Images/Getty

Vladimir Coufal, hægri bakvörður West Ham, skilur ekkert í því að Manchester United hafi látið Jesse Lingard fara frá félaginu.

Jesse Lingard hefur verið sjóðandi heitur eftir að hann kom til félagsins að láni frá United. Han hefur skorað átta mörk og lagt upp fjögur mörk í níu leikjum.

West Ham er í fjórða sæti Meistaradeildarinnar og Coufal er himinlifandi að Jesse hafi komið til Lundúna.

„Gæðin hans eru ótrúleg og ég skil ekki Manchester United hvernig hann fékk ekki að spila þar eða fékk tækifæri,“ sagði Coufal.

„Hann er ótrúlegur leikmaður og ég er mjög glaður að ég get spilað með honum. Það er það sama með Declan Rice.“

„Hann er mögulega besta „sexa“ í heiminum en hann getur enn bætt sig og hann veit það sjálfur,“ bætti Coufal við.

Samningur Lingard við United er til ársins 2022 en samningur Rice við West Ham til ársins 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×