Innlent

Hraun rennur úr Geldingadölum í Meradali

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hraun rennur nú úr Geldingadölum og inn í Meradali.
Hraun rennur nú úr Geldingadölum og inn í Meradali. Vísir/Vilhelm

Hraun rennur nú úr Geldingadölum, þar sem eldgosið á Fagradalsfjalli hófst þann 19. mars, til austurs inn í Meradali. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands.

„Þau tíðindi bárust í morgun frá eldstöðvunum að hraun var farið að renna úr Geldingadölum til austurs. Þetta eru tímamót í gosinu og fyrsta skipti sem hraun flæðir úr Geldingadölum. Hraunið rennur yfir lægsta haftið úr Geldingadölum, til austurs, inn í Meradali. Hraunið mun þar hitta fyrir aðra hrauntungu sem þekur Meradali, haldi hraunrennsli áfram óbreytt.“

Að neðan má sjá útlínur hraunsins til viðmiðunar, frá 8. apríl.

Þetta kort er frá 8. apríl og sýnir stefnu hraunflæðisins.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.