I­heanacho skaut Leicester í fyrsta úr­slita­leikinn frá 1969

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kelechi Iheanacho fagnar marki sínu í dag. Það reyndist sigurmark leiksins.
Kelechi Iheanacho fagnar marki sínu í dag. Það reyndist sigurmark leiksins. @EmiratesFACup

Kelechi Iheanacho skoraði eina mark leiksins er Leicester City vann Southampton 1-0 í undanúrslitum FA-bikarsins í dag. Leicester mætir Chelsea í úrslitum þann 15. maí.

Leikur dagsins fer ekki í neinar sögubækur fyrir hátt skemmtanagildi. Það var ljóst að spennustigið var hátt og mikið undir. Fyrri hálfleikur bar þess bersýnilega merki enda gerðist bókstaflega ekkert markvert fyrstu 45 mínútur leiksins.

Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik átti Jamie Vardy frábæran sprett upp vinstri vænginn. Hann kom boltanum á Iheanacho sem átti skot í varnarmann en Nígeríumaðurinn fékk boltann aftur og brást ekki bogalistin annað sinn.

Hann kom Leicester í 1-0 og reyndust það einfaldlega lokatölur leiksins. Southampton virtist ekki hafa orku í að reyna jafna metin en ekkert sem liðið gerði gekk upp. Ef eitthvað er þá var Leicester líklegra til að bæta við mörkum heldur en Southampton að jafna metin.

Það verða því Leicester City og Chelsea sem mætast í úrslitaleik FA-bikarsins þann 15. maí. Er þetta í fyrsta sinn sem Leicester kemst í úrslitaleik bikarkeppninnar frá árinu 1969. 

Úrslitaleikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.