Segir miður að fólk með einkenni skuli ekki drífa sig strax í sýnatöku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2021 12:06 Þórólfur Guðnason segir of algengt að fólk sé með flensueinkenni í einhverja daga áður en það fer í sýnatöku. Þrír greindust utan sóttkvíar í gær og segir hann að búast megi við að fleiri muni greinast utan sóttkvíar næstu daga. Vísir/Vilhelm Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. Sóttvarnarlæknir segir að enn sé fólk að greinast sem hefur verið með einkenni úti í samfélaginu áður en það fer sig í sýnatöku. Fleiri gætu því greinst á næstu dögum utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að svo margir greindust utan sóttkvíar í gær. „Smitin eru öll á höfuðborgarsvæðinu og við getum ekki fundið tengsl við önnur tilfelli. Það segir okkur að veiran er þarna úti í samfélaginu, því miður. Því miður er fólk ennþá með einkenni einhverja daga út í samfélaginu áður en það fer í sýnatöku. Það er ekki gott og við erum alltaf að reyna að predika að fólk mæti sem fyrst í sýnatöku hafi það einkenni. Við getum því átt von á því að sjá fleiri tilfelli utan sóttkvíar næstu daga,“ segir Þórólfur. Virðist ekki tengjast skólum Hann segir að smitrakning sé nú í gangi en hún þurfi að reiða sig á hvað fólk man um ferðir sínar. „Það voru einhverjir tugir sem fóru í sóttkví vegna þessara einstaklinga. Þetta er alltaf háð því hvað fólk man um ferðir sínar og hverja það umgekkst. Þetta virðist ekki tengjast skólum eins og mörg fyrri tilfelli. Við eigum eftir að fá upplýsingar úr raðgreiningu og þá skýrist væntanlega myndin eitthvað frekar,“ segir hann. Öll innanlandssmit síðustu vikur hafa verið af breska afbrigði kórónuveirunnar en fram hefur komið að hún er meira smitandi en önnur afbrigði hennar. Forðast ónauðsynlegar hópamyndanir Þórólfur segir að þróunin hafi verið þannig að fleiri komi í sýnatöku þegar samkomutakmarkanir eru hertar og fækki svo þegar létt sé á þeim. Hann brýnir enn og aftur fyrir fólki að fara í sýnatöku hafi það minnstu flensueinkenni. „Ég hef áhyggjur varðandi framhaldið. En allt er þetta háð því hvernig fólk hegðar sér. Ég bara vona sannarlega að þó að það hafi verið slakað á að fólk forðist allar ónauðsynlegar hópamyndanir. Ég vil hvetja fólk til að koma áfram í sýnatökur það er grundvallaratriði í baráttunni við þennan sjúkdóm,“ segir Þórólfur að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjórir greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. 16. apríl 2021 10:58 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að svo margir greindust utan sóttkvíar í gær. „Smitin eru öll á höfuðborgarsvæðinu og við getum ekki fundið tengsl við önnur tilfelli. Það segir okkur að veiran er þarna úti í samfélaginu, því miður. Því miður er fólk ennþá með einkenni einhverja daga út í samfélaginu áður en það fer í sýnatöku. Það er ekki gott og við erum alltaf að reyna að predika að fólk mæti sem fyrst í sýnatöku hafi það einkenni. Við getum því átt von á því að sjá fleiri tilfelli utan sóttkvíar næstu daga,“ segir Þórólfur. Virðist ekki tengjast skólum Hann segir að smitrakning sé nú í gangi en hún þurfi að reiða sig á hvað fólk man um ferðir sínar. „Það voru einhverjir tugir sem fóru í sóttkví vegna þessara einstaklinga. Þetta er alltaf háð því hvað fólk man um ferðir sínar og hverja það umgekkst. Þetta virðist ekki tengjast skólum eins og mörg fyrri tilfelli. Við eigum eftir að fá upplýsingar úr raðgreiningu og þá skýrist væntanlega myndin eitthvað frekar,“ segir hann. Öll innanlandssmit síðustu vikur hafa verið af breska afbrigði kórónuveirunnar en fram hefur komið að hún er meira smitandi en önnur afbrigði hennar. Forðast ónauðsynlegar hópamyndanir Þórólfur segir að þróunin hafi verið þannig að fleiri komi í sýnatöku þegar samkomutakmarkanir eru hertar og fækki svo þegar létt sé á þeim. Hann brýnir enn og aftur fyrir fólki að fara í sýnatöku hafi það minnstu flensueinkenni. „Ég hef áhyggjur varðandi framhaldið. En allt er þetta háð því hvernig fólk hegðar sér. Ég bara vona sannarlega að þó að það hafi verið slakað á að fólk forðist allar ónauðsynlegar hópamyndanir. Ég vil hvetja fólk til að koma áfram í sýnatökur það er grundvallaratriði í baráttunni við þennan sjúkdóm,“ segir Þórólfur að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjórir greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. 16. apríl 2021 10:58 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Fjórir greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. 16. apríl 2021 10:58