Kristín Eiríksdóttir segir Systrabönd afbökun á sínu verki Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2021 16:48 Silja Hauksdóttir segir að um ólík verk sé að ræða en Kristín telur svo ekki vera. Samkvæmt heimildum Vísis eru málaferli vegna þessa í undirbúningi. Kristín greindi frá því í áhrifamiklum pistli í Víðsjá nú síðdegis hvernig það hafi verið sem spark í maga að komast að því að Systrabönd eru eins að efni til og upplagi eins og leikrit hennar Hystory. Þáttaröðin Systrabönd, í leikstjórn Silju Hauksdóttir, var sýnd í Sjónvarpi Símans um páskana; fjallar um þrjár konur sem þurfa að horfast í augun við fortíð sína þegar jarðneskar leifar stúlku sem hvarf sporlaust á Snæfellsnesi á tíunda áratugnum finnast. Fljótlega fór að bera á röddum á samfélagsmiðlum sem bentu á að þarna væri nánast um sama efni og upplegg að ræða og er í leikritinu Hystory eftir Kristínu sem leikhópurinn Sokkabandið sýndi í Borgarleikhúsinu 2015. Og hefur að efni til verið gefið út á bók. Samkvæmt heimildum Vísis stefnir í dómsmál vegna höfundarréttarstulds en Kristín flutti pistil í Víðsjá þar sem hún fór yfir það hvernig málið horfir við henni. Og sú mynd er afgerandi dökk. Spark í magann Kristín vitnaði til innslags í menningunni í RÚV, sem henni var bent á, en þar var fjallað um Systrabönd sem að efni til væri alveg eins og Hystory. Efnistök og söguþráður; upplegg. Kristín sagði að enginn ætti einkarétt á þremur miðaldra konum sem hittast aldarfjórðungi eftir að hafa drepið unglingsstúlku í afbrýðikasti. Vegna stráks. Eftir að hafa drukkið of mikinn landa. Og neyðast til að díla við það. En þetta hafi verið Déjà vu fyrir Kristínu. Þar hafi verið talað á nákvæmlega þeim sömu nótum og aðstandendur Hystory hafi gert; áherslur svo sem hvernig atburðir sem slíkir hafi mótað líf persóna, að lifa með skömminni og sektinni. Þetta væri sem tekið beint upp úr leikritinu og verið aðalatriði þáttanna. „Umfjöllunarefni eru ekki varin höfundarrétti. En að útfæra sömu söguna með sömu áherslum, má það virkilega?“ Kristín segir að það hafi verið sem spark í magann. Hún segir að Hystory hafi verið aðgengilegt öllum aðstandendum Systrabanda, sérstaklega þó aðgengilegt einum þeirra, Jóhanni Ævari Grímssyni sem átti frumkvæðið að verkefninu, skrifaði handritið ásamt Björgu Magnúsdóttur sjónvarps- og útvarpskonu hjá RÚV. Jóhann frumsýndi verk á sama leikári, í Borgarleikhúsinu og Hystory: Kennith Mána. Jóhann Ævar hefur, að sögn Kristínar, tiltekið í tveimur viðtölum að hann hafi fengið hugmyndina að Systraböndum síðla hausts 2014. Kannski hefur hann fengið hana á kynningarfundi í Borgarleikhúsinu? Eða villst inn á æfingu í Borgarleikhúsinu? spyr Kristín. Hún segir að sér sýnist um afbökun á sínu höfundarverki að ræða. Silja segir að um ólík verk sé að ræða Silja Hauksdóttir, leikstjóri og einn handritshöfunda Systrabanda, sagði um það í Lestinni á Rás 1 nýverið að aðstandendur Systrabanda viti af þessum líkindum en að um tvö ólík verk væri að ræða. Og eigi sér sitthvorn innblásturinn. „Systrabönd er innblásin af morði á stúlku í Bandaríkjunum 1992, sem var myrt af fjórum stúlkum. Mér skilst að verkið Hystory sé innblásið af íslenskum ofbeldisglæp. Það sem við höfum verið upptekin af í kringum ferlið í Systraböndum er að einblína á persónur sem eru að glíma við óuppgerðar sakir sínar. En þetta er alveg magnað hvað við erum öll oft að tappa inn í svipað sköpunarhiminhvolf og það var algjörlega tilfellið,“ sagði Silja. Höfundarréttur Leikhús Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Dagur Sig og Ingunn Sigurpáls nýtt par Lífið Fleiri fréttir Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Sjá meira
Þáttaröðin Systrabönd, í leikstjórn Silju Hauksdóttir, var sýnd í Sjónvarpi Símans um páskana; fjallar um þrjár konur sem þurfa að horfast í augun við fortíð sína þegar jarðneskar leifar stúlku sem hvarf sporlaust á Snæfellsnesi á tíunda áratugnum finnast. Fljótlega fór að bera á röddum á samfélagsmiðlum sem bentu á að þarna væri nánast um sama efni og upplegg að ræða og er í leikritinu Hystory eftir Kristínu sem leikhópurinn Sokkabandið sýndi í Borgarleikhúsinu 2015. Og hefur að efni til verið gefið út á bók. Samkvæmt heimildum Vísis stefnir í dómsmál vegna höfundarréttarstulds en Kristín flutti pistil í Víðsjá þar sem hún fór yfir það hvernig málið horfir við henni. Og sú mynd er afgerandi dökk. Spark í magann Kristín vitnaði til innslags í menningunni í RÚV, sem henni var bent á, en þar var fjallað um Systrabönd sem að efni til væri alveg eins og Hystory. Efnistök og söguþráður; upplegg. Kristín sagði að enginn ætti einkarétt á þremur miðaldra konum sem hittast aldarfjórðungi eftir að hafa drepið unglingsstúlku í afbrýðikasti. Vegna stráks. Eftir að hafa drukkið of mikinn landa. Og neyðast til að díla við það. En þetta hafi verið Déjà vu fyrir Kristínu. Þar hafi verið talað á nákvæmlega þeim sömu nótum og aðstandendur Hystory hafi gert; áherslur svo sem hvernig atburðir sem slíkir hafi mótað líf persóna, að lifa með skömminni og sektinni. Þetta væri sem tekið beint upp úr leikritinu og verið aðalatriði þáttanna. „Umfjöllunarefni eru ekki varin höfundarrétti. En að útfæra sömu söguna með sömu áherslum, má það virkilega?“ Kristín segir að það hafi verið sem spark í magann. Hún segir að Hystory hafi verið aðgengilegt öllum aðstandendum Systrabanda, sérstaklega þó aðgengilegt einum þeirra, Jóhanni Ævari Grímssyni sem átti frumkvæðið að verkefninu, skrifaði handritið ásamt Björgu Magnúsdóttur sjónvarps- og útvarpskonu hjá RÚV. Jóhann frumsýndi verk á sama leikári, í Borgarleikhúsinu og Hystory: Kennith Mána. Jóhann Ævar hefur, að sögn Kristínar, tiltekið í tveimur viðtölum að hann hafi fengið hugmyndina að Systraböndum síðla hausts 2014. Kannski hefur hann fengið hana á kynningarfundi í Borgarleikhúsinu? Eða villst inn á æfingu í Borgarleikhúsinu? spyr Kristín. Hún segir að sér sýnist um afbökun á sínu höfundarverki að ræða. Silja segir að um ólík verk sé að ræða Silja Hauksdóttir, leikstjóri og einn handritshöfunda Systrabanda, sagði um það í Lestinni á Rás 1 nýverið að aðstandendur Systrabanda viti af þessum líkindum en að um tvö ólík verk væri að ræða. Og eigi sér sitthvorn innblásturinn. „Systrabönd er innblásin af morði á stúlku í Bandaríkjunum 1992, sem var myrt af fjórum stúlkum. Mér skilst að verkið Hystory sé innblásið af íslenskum ofbeldisglæp. Það sem við höfum verið upptekin af í kringum ferlið í Systraböndum er að einblína á persónur sem eru að glíma við óuppgerðar sakir sínar. En þetta er alveg magnað hvað við erum öll oft að tappa inn í svipað sköpunarhiminhvolf og það var algjörlega tilfellið,“ sagði Silja.
Höfundarréttur Leikhús Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Dagur Sig og Ingunn Sigurpáls nýtt par Lífið Fleiri fréttir Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Sjá meira