Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 15:10 Breytingar á hámarkshraða eiga ekki að hafa áhrif á umferðarflæði á háannatíma þar sem þá ráða aðrir þættir meiru um ferðatíma en leyfilegur hámarkshraði. Vísir/Vilhelm Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni. Flestar götur verða með hámarkshraða 30 eða 40 km/klst samkvæmt áætluninni. Í fyrsta skipti verða öll hverfi borgarinnar með götum þar sem hámarkshraði verður 40 km/klst. Í tillögunni er gert ráð fyrir að áætlunin verði innleidd í áföngum. Áætlaður kostnaður á fimm árum er talinn 240-300 milljónir króna. Lagt var mat á kostnað við að ná fram hraðalækkuninni, kostnað vegna lengri ferðatíma og ávinning af færri umferðarslysum við gerð áætlunarinnar. Það er sagt óréttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og minni umferðartafir. „Niðurstaðan er að samfélagslegur ávinningur þess að bæta umferðaröryggi með því að draga úr hraða ökutækja á götum borgarinnar er ótvíræður. Markmiðið er samt fyrst og fremst að stuðla að því að enginn láti lífið eða slasist alvarlega í umferðarslysum í borginni,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Áætlunin nær ekki til gatna í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Sigurborg Ósk Haralsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að 400 ný svonefnd „30 km hlið“ verði sett upp og 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða málaðar til að fylgja nýju hraðaáætluninni eftir. Þá standi til að þrengja götur, bæta gróðri við göturými og leggja hjólastíga samhliða götu. Til að fylgja nýja hraðaplaninu eftir verða: - Yfir 400 ný '30 km hlið' sett upp. - 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða. - Götur verða þrengdar. - Gróðri bætt í göturými.- Og hjólastígar lagðir samsíða götu. pic.twitter.com/koHp0qVTxC— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) April 14, 2021 Tefur ekki umferð og gæti dregið úr mengun og hávaða Lækkun hámarkshraða á ekki að minnka umferðarflæði og skapa tafir á stofnbrautum samkvæmt áætluninni. Tafir í kringum háannatíma ráðist oftast af afkastagetu gatnamóta, ljósastýringum og annarri umferð. Á háannatíma er gert ráð fyrir að umferðarljós og önnur umferð hafi meiri áhrif á raunhraða umferðarinnar en leyfður hámarkshraði. Þá segir borgin að lækkun hámarkshraða sé líklegri til þess að hafa jákvæð áhrif á loftmengun en neikvæð. Þá sé umferðarhávaði háður bæði umferðarmagni og hraða. Rannsóknir sýni að umferðarhávaði minnki með lægri hraða að 30-40 km/klst. Viðmið í hámarkshraðaáætlun um hámarkshraða gatna: 5 km/klst. Gönguhraði. Göngugötur og eftir atvikum vistgötur. 10 km/klst. Vistgötur almennt. Húsagötur án sérstakra gangstétta. Mögulega húsagötur með gangstétt öðru megin. Verslunargötur. Bílastæði /Bílastæðagötur. 30 km/klst. Húsagötur og götur sem gegna bæði hlutverki safngatna og húsagatna. Götur á útivistarsvæðum. Götur vegna verslunar og þjónustu á hafnarsvæðum, samanber það sem þegar er gert á Grandagarði og Ægisgarði. 40 km/klst. Aðrar safngötur. Húsagötur í iðnaðarhverfum. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. 50 km/klst. Stofngötur/borgargötur. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. Tillaga að nýjum hraðamörkum á borgargötum í Reykjavík.Reykjavíkurborg Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Bílar Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Flestar götur verða með hámarkshraða 30 eða 40 km/klst samkvæmt áætluninni. Í fyrsta skipti verða öll hverfi borgarinnar með götum þar sem hámarkshraði verður 40 km/klst. Í tillögunni er gert ráð fyrir að áætlunin verði innleidd í áföngum. Áætlaður kostnaður á fimm árum er talinn 240-300 milljónir króna. Lagt var mat á kostnað við að ná fram hraðalækkuninni, kostnað vegna lengri ferðatíma og ávinning af færri umferðarslysum við gerð áætlunarinnar. Það er sagt óréttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og minni umferðartafir. „Niðurstaðan er að samfélagslegur ávinningur þess að bæta umferðaröryggi með því að draga úr hraða ökutækja á götum borgarinnar er ótvíræður. Markmiðið er samt fyrst og fremst að stuðla að því að enginn láti lífið eða slasist alvarlega í umferðarslysum í borginni,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Áætlunin nær ekki til gatna í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Sigurborg Ósk Haralsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að 400 ný svonefnd „30 km hlið“ verði sett upp og 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða málaðar til að fylgja nýju hraðaáætluninni eftir. Þá standi til að þrengja götur, bæta gróðri við göturými og leggja hjólastíga samhliða götu. Til að fylgja nýja hraðaplaninu eftir verða: - Yfir 400 ný '30 km hlið' sett upp. - 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða. - Götur verða þrengdar. - Gróðri bætt í göturými.- Og hjólastígar lagðir samsíða götu. pic.twitter.com/koHp0qVTxC— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) April 14, 2021 Tefur ekki umferð og gæti dregið úr mengun og hávaða Lækkun hámarkshraða á ekki að minnka umferðarflæði og skapa tafir á stofnbrautum samkvæmt áætluninni. Tafir í kringum háannatíma ráðist oftast af afkastagetu gatnamóta, ljósastýringum og annarri umferð. Á háannatíma er gert ráð fyrir að umferðarljós og önnur umferð hafi meiri áhrif á raunhraða umferðarinnar en leyfður hámarkshraði. Þá segir borgin að lækkun hámarkshraða sé líklegri til þess að hafa jákvæð áhrif á loftmengun en neikvæð. Þá sé umferðarhávaði háður bæði umferðarmagni og hraða. Rannsóknir sýni að umferðarhávaði minnki með lægri hraða að 30-40 km/klst. Viðmið í hámarkshraðaáætlun um hámarkshraða gatna: 5 km/klst. Gönguhraði. Göngugötur og eftir atvikum vistgötur. 10 km/klst. Vistgötur almennt. Húsagötur án sérstakra gangstétta. Mögulega húsagötur með gangstétt öðru megin. Verslunargötur. Bílastæði /Bílastæðagötur. 30 km/klst. Húsagötur og götur sem gegna bæði hlutverki safngatna og húsagatna. Götur á útivistarsvæðum. Götur vegna verslunar og þjónustu á hafnarsvæðum, samanber það sem þegar er gert á Grandagarði og Ægisgarði. 40 km/klst. Aðrar safngötur. Húsagötur í iðnaðarhverfum. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. 50 km/klst. Stofngötur/borgargötur. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. Tillaga að nýjum hraðamörkum á borgargötum í Reykjavík.Reykjavíkurborg
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Bílar Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira