Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 15:10 Breytingar á hámarkshraða eiga ekki að hafa áhrif á umferðarflæði á háannatíma þar sem þá ráða aðrir þættir meiru um ferðatíma en leyfilegur hámarkshraði. Vísir/Vilhelm Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni. Flestar götur verða með hámarkshraða 30 eða 40 km/klst samkvæmt áætluninni. Í fyrsta skipti verða öll hverfi borgarinnar með götum þar sem hámarkshraði verður 40 km/klst. Í tillögunni er gert ráð fyrir að áætlunin verði innleidd í áföngum. Áætlaður kostnaður á fimm árum er talinn 240-300 milljónir króna. Lagt var mat á kostnað við að ná fram hraðalækkuninni, kostnað vegna lengri ferðatíma og ávinning af færri umferðarslysum við gerð áætlunarinnar. Það er sagt óréttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og minni umferðartafir. „Niðurstaðan er að samfélagslegur ávinningur þess að bæta umferðaröryggi með því að draga úr hraða ökutækja á götum borgarinnar er ótvíræður. Markmiðið er samt fyrst og fremst að stuðla að því að enginn láti lífið eða slasist alvarlega í umferðarslysum í borginni,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Áætlunin nær ekki til gatna í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Sigurborg Ósk Haralsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að 400 ný svonefnd „30 km hlið“ verði sett upp og 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða málaðar til að fylgja nýju hraðaáætluninni eftir. Þá standi til að þrengja götur, bæta gróðri við göturými og leggja hjólastíga samhliða götu. Til að fylgja nýja hraðaplaninu eftir verða: - Yfir 400 ný '30 km hlið' sett upp. - 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða. - Götur verða þrengdar. - Gróðri bætt í göturými.- Og hjólastígar lagðir samsíða götu. pic.twitter.com/koHp0qVTxC— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) April 14, 2021 Tefur ekki umferð og gæti dregið úr mengun og hávaða Lækkun hámarkshraða á ekki að minnka umferðarflæði og skapa tafir á stofnbrautum samkvæmt áætluninni. Tafir í kringum háannatíma ráðist oftast af afkastagetu gatnamóta, ljósastýringum og annarri umferð. Á háannatíma er gert ráð fyrir að umferðarljós og önnur umferð hafi meiri áhrif á raunhraða umferðarinnar en leyfður hámarkshraði. Þá segir borgin að lækkun hámarkshraða sé líklegri til þess að hafa jákvæð áhrif á loftmengun en neikvæð. Þá sé umferðarhávaði háður bæði umferðarmagni og hraða. Rannsóknir sýni að umferðarhávaði minnki með lægri hraða að 30-40 km/klst. Viðmið í hámarkshraðaáætlun um hámarkshraða gatna: 5 km/klst. Gönguhraði. Göngugötur og eftir atvikum vistgötur. 10 km/klst. Vistgötur almennt. Húsagötur án sérstakra gangstétta. Mögulega húsagötur með gangstétt öðru megin. Verslunargötur. Bílastæði /Bílastæðagötur. 30 km/klst. Húsagötur og götur sem gegna bæði hlutverki safngatna og húsagatna. Götur á útivistarsvæðum. Götur vegna verslunar og þjónustu á hafnarsvæðum, samanber það sem þegar er gert á Grandagarði og Ægisgarði. 40 km/klst. Aðrar safngötur. Húsagötur í iðnaðarhverfum. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. 50 km/klst. Stofngötur/borgargötur. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. Tillaga að nýjum hraðamörkum á borgargötum í Reykjavík.Reykjavíkurborg Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Bílar Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Flestar götur verða með hámarkshraða 30 eða 40 km/klst samkvæmt áætluninni. Í fyrsta skipti verða öll hverfi borgarinnar með götum þar sem hámarkshraði verður 40 km/klst. Í tillögunni er gert ráð fyrir að áætlunin verði innleidd í áföngum. Áætlaður kostnaður á fimm árum er talinn 240-300 milljónir króna. Lagt var mat á kostnað við að ná fram hraðalækkuninni, kostnað vegna lengri ferðatíma og ávinning af færri umferðarslysum við gerð áætlunarinnar. Það er sagt óréttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og minni umferðartafir. „Niðurstaðan er að samfélagslegur ávinningur þess að bæta umferðaröryggi með því að draga úr hraða ökutækja á götum borgarinnar er ótvíræður. Markmiðið er samt fyrst og fremst að stuðla að því að enginn láti lífið eða slasist alvarlega í umferðarslysum í borginni,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Áætlunin nær ekki til gatna í eigu Vegagerðarinnar eða Faxaflóahafna, þar á meðal hluta helstu stofnæða eins og Miklubrautar, Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Sigurborg Ósk Haralsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að 400 ný svonefnd „30 km hlið“ verði sett upp og 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða málaðar til að fylgja nýju hraðaáætluninni eftir. Þá standi til að þrengja götur, bæta gróðri við göturými og leggja hjólastíga samhliða götu. Til að fylgja nýja hraðaplaninu eftir verða: - Yfir 400 ný '30 km hlið' sett upp. - 700 nýjar yfirborðsmerkingar með nýjum hámarkshraða. - Götur verða þrengdar. - Gróðri bætt í göturými.- Og hjólastígar lagðir samsíða götu. pic.twitter.com/koHp0qVTxC— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) April 14, 2021 Tefur ekki umferð og gæti dregið úr mengun og hávaða Lækkun hámarkshraða á ekki að minnka umferðarflæði og skapa tafir á stofnbrautum samkvæmt áætluninni. Tafir í kringum háannatíma ráðist oftast af afkastagetu gatnamóta, ljósastýringum og annarri umferð. Á háannatíma er gert ráð fyrir að umferðarljós og önnur umferð hafi meiri áhrif á raunhraða umferðarinnar en leyfður hámarkshraði. Þá segir borgin að lækkun hámarkshraða sé líklegri til þess að hafa jákvæð áhrif á loftmengun en neikvæð. Þá sé umferðarhávaði háður bæði umferðarmagni og hraða. Rannsóknir sýni að umferðarhávaði minnki með lægri hraða að 30-40 km/klst. Viðmið í hámarkshraðaáætlun um hámarkshraða gatna: 5 km/klst. Gönguhraði. Göngugötur og eftir atvikum vistgötur. 10 km/klst. Vistgötur almennt. Húsagötur án sérstakra gangstétta. Mögulega húsagötur með gangstétt öðru megin. Verslunargötur. Bílastæði /Bílastæðagötur. 30 km/klst. Húsagötur og götur sem gegna bæði hlutverki safngatna og húsagatna. Götur á útivistarsvæðum. Götur vegna verslunar og þjónustu á hafnarsvæðum, samanber það sem þegar er gert á Grandagarði og Ægisgarði. 40 km/klst. Aðrar safngötur. Húsagötur í iðnaðarhverfum. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. 50 km/klst. Stofngötur/borgargötur. Mögulega 50-100m kaflar með 30 km/klst. við mikilvægar gönguleiðir t.d. í grennd við íbúðir aldraðra, framhaldsskóla og íþróttamiðstöðvar. Tillaga að nýjum hraðamörkum á borgargötum í Reykjavík.Reykjavíkurborg
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Bílar Borgarstjórn Samgöngur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira