Innlent

Spá gasmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Síðustu daga hefur vakt viðbragðsaðila á gosstöðvunum hafist kl. 12 á hádegi.
Síðustu daga hefur vakt viðbragðsaðila á gosstöðvunum hafist kl. 12 á hádegi. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa spáir suðvestan 8-13 m/s á Reykjanesskaga í dag og segir gasmengun frá eldgosinu í Fagradalsfjalli munu berast til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið.

Umhverfisstofnun hefur gefið út ráðleggingar vegna gosmengunar, sem finna má hér.

Veðurhorfur á landinu:

„Sunnan og suðvestan 8-13 m/s og dálítil rigning eða skúrir, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti víða 5 til 10 stig yfir daginn. Gengur í suðaustan 13-20 m/s og með talsverð rigning á morgun, en úrkomuminna norðan- og norðaustanlands. Hlýnar dálítið, hiti allt að 14 stig norðantil.“

Hugleiðingar veðurfræðings kl. 5 í morgun:

„Sunnan eða suðvestanátt í dag, 8-13 m/s og dálítil rigning eða skúrir en áfram þurrt og bjart veður norðaustan- og austanlands. Milt í veðri, hiti víða 5 til 10 stig.

Á fimmtudag gengur svo í hvassa suðaustanátt, 13-20 m/s með talsverðri rigningu um landið sunnanvert. Einnig rigning vestanlands en þurrt og bjartara yfir fyrir norðan. Hlýnar aðeins, hiti að 14 stigum norðantil.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.