Fótbolti

Sjö breytingar milli leikja hjá lands­liðinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveindís Jane átti er meðal þeirra sjö leikmanna sem koma inn í byrjunarlið Íslands.
Sveindís Jane átti er meðal þeirra sjö leikmanna sem koma inn í byrjunarlið Íslands. vísir/vilhelm

Þorsteinn Halldórsson gerir sjö breytingar á byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins milli leikja en Ísland tapaði 1-0 gegn Ítalíu á laugardaginn var.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í æfingaleik ytra klukkan 14.00 í dag. Um er að ræða annan leik liðsins gegn Ítalíu á fjórum dögum og annan leik liðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar.

Þorsteinn gerir sjö breytngar á íslenska liðinu.  Sandra Sigurðardóttir kemur inn í mark liðsins. Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir koma inn í vörnina. 

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn á miðjuna og þá koma þær Sveindís Jane Jónsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir inn í framlínu liðsins. 

Byrjunarliðið má sjá hér að ofan en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er fyrirliði í leik dagsins.

Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 13:40.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×