Lífið

Arna Petra birtir fæðingarmyndbandið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ferlið gekk vel fyrir sig hjá Örnu og Tómasi. 
Ferlið gekk vel fyrir sig hjá Örnu og Tómasi. 

Arna Petra Sverrisdóttir og Tómas Ingi Gunnarsson eignuðust sitt fyrsta barn þann 3. janúar síðastliðinn. Það má segja að þau séu einskonar íslenskar YouTube-stjörnur.

Arna Petra heldur úti YouTube-rás þar sem hún hefur mestmegnis deilt myndböndunum frá ferðalögum um heiminn. Undanfarið hefur hún verið að greina frá meðgöngunni og einnig þegar parið tók íbúð í gegn frá a-ö.

Í nýjasta myndbandinu sem kom út fyrir um viku sýnir Arna Petra aftur á móti frá fæðingunni alveg frá því að hún missti vatnið um nóttina.

Þá kom Emilía dóttir þeirra í heiminn og gekk fæðingin vel. Dóttir parsins kom í heiminn tíu dögum fyrir settan dag.

Hér að neðan má sjá fæðingarmyndband Örnu Petru.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.