Enn ein sprungan opnaðist í nótt Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 07:13 Bjarminn af eldgosinu á Reykjanesi yfir Garðabæ í nótt. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar Veðurstofu Íslands telja líklegt að enn ein gossprungan hafi opnast á Reykjanesi í nótt. Talið er að nýjasta sprungan liggi miðja vegu milli gosstöðvanna sem opnuðust á hádegi á öðrum degi páska og sprungu sem opnaðist aðfaranótt miðvikudags. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að vakt hennar hafi orðið sprungunnar vör um eða upp úr klukkan þrjú í nótt. Við sjónrænt mat af vefmyndavélum virðist megin hrauntaumurinn sameinast hraunflæði sem rennur í Geldingadali úr norðri. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir Vísi að fyrstu vísbendingar um nýju sprunguna hafi sést á vefmyndavél mbl.is á milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Erfitt var að staðfesta í fyrstu hvort að ný sprunga hefði opnast eða breytingar hafi orðið á hraunflæði. Þegar líða tók á morguninn fór þó ekki á milli mála að ný sprunga hefði opnast. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni frá sprungunum sem voru fyrir. Rauðu punktarnir á kortinu tákna gosstöðvarnar sem hafa verið opnar. Syðst er upphaflegi gosstaðurinn í Geldingadölum, í miðjunni er sprunga sem opnaðist á aðfaranótt miðvikudags og nyrst er sprunga sem opnaðist á öðrum degi páska. Nýja sprungan liggur á milli þeirri tveggja síðarnefndu.Veðurstofa Íslands Sprungan opnaðist á svæði þar sem varað hefur verið við að nýjar gossprungur gætu opnast fyrirvaralaust. Í tilkynningu frá Veðurstofunni í gærkvöldi var sérstaklega varað við þessu hættusvæði. Ekki liggur enn fyrir hvort að virkni eldgossins hafi breyst við það að ný sprunga opnaðist. Til þess að skera úr um það þarf að meta hraunflæðið úr lofti. Einar segir að af vefmyndavélum að dæma virðist áfram virkni í öllum gígum sem voru fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að vakt hennar hafi orðið sprungunnar vör um eða upp úr klukkan þrjú í nótt. Við sjónrænt mat af vefmyndavélum virðist megin hrauntaumurinn sameinast hraunflæði sem rennur í Geldingadali úr norðri. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir Vísi að fyrstu vísbendingar um nýju sprunguna hafi sést á vefmyndavél mbl.is á milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Erfitt var að staðfesta í fyrstu hvort að ný sprunga hefði opnast eða breytingar hafi orðið á hraunflæði. Þegar líða tók á morguninn fór þó ekki á milli mála að ný sprunga hefði opnast. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni frá sprungunum sem voru fyrir. Rauðu punktarnir á kortinu tákna gosstöðvarnar sem hafa verið opnar. Syðst er upphaflegi gosstaðurinn í Geldingadölum, í miðjunni er sprunga sem opnaðist á aðfaranótt miðvikudags og nyrst er sprunga sem opnaðist á öðrum degi páska. Nýja sprungan liggur á milli þeirri tveggja síðarnefndu.Veðurstofa Íslands Sprungan opnaðist á svæði þar sem varað hefur verið við að nýjar gossprungur gætu opnast fyrirvaralaust. Í tilkynningu frá Veðurstofunni í gærkvöldi var sérstaklega varað við þessu hættusvæði. Ekki liggur enn fyrir hvort að virkni eldgossins hafi breyst við það að ný sprunga opnaðist. Til þess að skera úr um það þarf að meta hraunflæðið úr lofti. Einar segir að af vefmyndavélum að dæma virðist áfram virkni í öllum gígum sem voru fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira