Lífið

Söngvarinn og barna­stjarnan Qu­indon Tarver látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Quindon Tarver söng undurfallega í kvikmynd Baz Luhrmann frá árinu 1996, Rómeó og Júlíu, sem skartaði þeim Leonardo DiCaprio og Claire Danes í aðalhlutverki.
Quindon Tarver söng undurfallega í kvikmynd Baz Luhrmann frá árinu 1996, Rómeó og Júlíu, sem skartaði þeim Leonardo DiCaprio og Claire Danes í aðalhlutverki.

Bandaríski söngvarinn og barnastjarnan Quindon Tarver er látinn, 38 ára að aldri. Tarver er einna þekktastur fyrir að hafa komið fram í kvikmyndinni Rómeó og Júlíu frá 1996. Söng hann þar í atriðinu þar sem Rómeó og Júlía, í túlkun þeirra Leonardos DiCaprio og Claire Danes, voru gefin saman í kirkju.

Deadline segir frá því að Tarver hafi látist í umferðarslysi í Dallas í Texas fyrsta dag aprílmánaðar.

Síðar á ferlinum tók Tarver þátt í Americal Idol.

Tarver byrjaði að syngja í kirkju í úthverfi Dallas, þá fjögurra ára gamall. Hann birtist meðal annars í tónlistarmyndbandi Madonnu við lagið Like a Prayer og fékk svo samning hjá Virgin Records, þá tólf ára gamall.

Baz Luhrmann, leikstjóri kvikmyndarinnar Rómeó og Júlía, minntist Tarver á Instagram í gær þar sem hann birtir myndband frá æfingum við tökur á stórmyndinni Rómeó og Júlíu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.