Innlent

Sýktist aftur af nýrri undirtegund breska afbrigðisins

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sóttvarnalæknir sagði vonandi um undantekningu að ræða.
Sóttvarnalæknir sagði vonandi um undantekningu að ræða. Vísir/Vilhelm

Við erum ennþá að sjá talsverðan fjölda smita greinst innanlands en það er gleðilegt hvað margir eru í sóttkví við greiningu, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19 faraldursins sem var að ljúka.

Fjórir greindust í gær, allir í sóttkví, en Þórólfur fjallaði einnig um greiningar dagsins þar á undan, þegar fimm greindust utan sóttkvíar. Sagði hann raðgreiningu hafa leitt í ljós að um væri að ræða nýtt undirafbrigði hinnar svokölluðu bresku veiru, sem hefði ekki greinst áður.

Sá sem smitaði þessa fimm framvísaði erlendu vottorði um fyrri sýkingu á landamærunum og fór ekki í sóttkví við komuna hingað til lands. Reyndist hann sannarlega vera með mótefni við SARS-CoVV-2 og er því um endursýkingu að ræða.

Þórólfur ítrekaði að endursýkingar væru fátíðar og hefðu greinst í minna en eitt prósent tilvika. Sagði sóttvarnalæknir vonandi um undatekningu að ræða og að ekki þætti ástæða á þessum tíma til að grípa til breyttra aðgerða vegna atviksins.

„Sjalgæfir atburðir geta gerst,“ sagði hann en yfirvöld myndu vera vakandi fyrir fleiri endursýkingum.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í gær að umræddur einstaklingur hefði greinst með mikið af veirunni þrátt fyrir að vera með mótefni eftir fyrri sýkingu. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.