Ásta hefur leitað í tíu ár að líffræðilegum föður sínum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2021 10:56 Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir leitar uppruna síns og óskar eftir aðstoð Íslendinga. Facebook Þegar Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir var 24 ára gömul, fékk hún að vita að hún væri rangfeðruð. Nú lætur hún reyna á mátt samfélagsmiðla í leitinni að líffræðilegum föður sínum. „Ég fæddist í Reykjavík árið 1987, og ólst þar upp, og bý þar enn. Ég ólst upp hjá góðri fjölskyldu og á frábæran föður. Mamma mín dó árið 1991 og ég komst að því á fullorðinsárum að ég ætti annan líffræðilegan föður. Ég veit hins vegar ekki hver það er og hef engar upplýsingar, en mig myndi langa til að reyna að finna hann,“ skrifaði Ásta Kristín á Facebook. „Það var ákveðinn grunur og svo vangaveltur hjá mér, af því að ég leit öðruvísi út og svo fórum við í blóðprufu, DNA próf,“ segir Ásta í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún lét athuga hvort hún væri rétt feðruð. Í kjölfarið fékk hún grun sinn staðfestan og fylgdu því flóknar tilfinningar. „Það var sorg að vita að pabbi minn sem ég er rosalega náin, sé ekki líffræðilegur faðir minn. Ég lít rosalega upp til hans. En svo vann ég mig í gegnum það. Það breyttist ekki neitt, hann er alveg jafn mikið pabbi minn og áður. Ég ákvað að ég vildi líka þekkja líffræðilegan föður, það væri gaman,“ segir Ásta. „Móðir mín hét Guðrún Margrét Þorbergsdóttir, bjó í Reykjavík, og var mikið í dansi og vann meðal annars á Prikinu og Orkustofnun.“ Fjölskyldan skilningsrík Ásta segir að hún hafi verið að leita að þessum manni „on and off“ í tíu ár, svo hún sé því mátulega bjartsýn. „Það væri samt gaman að finna þessa tengingu.“ Uppeldisfaðir Ástu hjálpaði henni að semja Facebook færsluna og sýnir henni mikinn stuðning, eins og aðrir fjölskyldumeðlimir. „Þau hafa skilning á því að mig langar að vita þetta, finna tengingu við þetta fólk líka.“ Ásta segir að hún viti einfaldlega ekki hvort móðir sín hafi vitað að hún væri rangfeðruð og ef svo er hver líffræðilegur faðir hennar væri. Hún hefur fundið fyrir miklum stuðningi síðan hún ákvað að opna sig um leitin á samfélagsmiðlum og fengið send góð ráð frá fólki sem hefur farið af stað í svipaða leit. „Ef einhver telur sig geta hjálpað mér með þetta eða vill aðstoða mig má vinsamlegast hafa samband við mig á Facebook: Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir.“ Ástin og lífið Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira
„Ég fæddist í Reykjavík árið 1987, og ólst þar upp, og bý þar enn. Ég ólst upp hjá góðri fjölskyldu og á frábæran föður. Mamma mín dó árið 1991 og ég komst að því á fullorðinsárum að ég ætti annan líffræðilegan föður. Ég veit hins vegar ekki hver það er og hef engar upplýsingar, en mig myndi langa til að reyna að finna hann,“ skrifaði Ásta Kristín á Facebook. „Það var ákveðinn grunur og svo vangaveltur hjá mér, af því að ég leit öðruvísi út og svo fórum við í blóðprufu, DNA próf,“ segir Ásta í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún lét athuga hvort hún væri rétt feðruð. Í kjölfarið fékk hún grun sinn staðfestan og fylgdu því flóknar tilfinningar. „Það var sorg að vita að pabbi minn sem ég er rosalega náin, sé ekki líffræðilegur faðir minn. Ég lít rosalega upp til hans. En svo vann ég mig í gegnum það. Það breyttist ekki neitt, hann er alveg jafn mikið pabbi minn og áður. Ég ákvað að ég vildi líka þekkja líffræðilegan föður, það væri gaman,“ segir Ásta. „Móðir mín hét Guðrún Margrét Þorbergsdóttir, bjó í Reykjavík, og var mikið í dansi og vann meðal annars á Prikinu og Orkustofnun.“ Fjölskyldan skilningsrík Ásta segir að hún hafi verið að leita að þessum manni „on and off“ í tíu ár, svo hún sé því mátulega bjartsýn. „Það væri samt gaman að finna þessa tengingu.“ Uppeldisfaðir Ástu hjálpaði henni að semja Facebook færsluna og sýnir henni mikinn stuðning, eins og aðrir fjölskyldumeðlimir. „Þau hafa skilning á því að mig langar að vita þetta, finna tengingu við þetta fólk líka.“ Ásta segir að hún viti einfaldlega ekki hvort móðir sín hafi vitað að hún væri rangfeðruð og ef svo er hver líffræðilegur faðir hennar væri. Hún hefur fundið fyrir miklum stuðningi síðan hún ákvað að opna sig um leitin á samfélagsmiðlum og fengið send góð ráð frá fólki sem hefur farið af stað í svipaða leit. „Ef einhver telur sig geta hjálpað mér með þetta eða vill aðstoða mig má vinsamlegast hafa samband við mig á Facebook: Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir.“
Ástin og lífið Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira