Ný sprunga hefur opnast og hraun rennur inn í Geldingadali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2021 00:43 Ný sprunga myndaðist á miðnætti innan við hálfan kílómetra frá upptökunum í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Hraun streymir nú úr nýrri sprungu sem sérfræðingar á Veðurstofu Íslands tóku eftir um miðnætti. Erfitt er að greina á þessu stigi hve stór sprungan er. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að björgunarsveitir hafi séð sprunguna í myndun í gær. Hún hafi verið mæld úr frá hnitum og sé um 420 metrum norðaustur af upptökunum í Geldingadölum. „Sprungan liggur í rauninni á milli þessara tveggja jarðelda sem nú þegar eru opnir,“ segir Einar. Tilkynning Veðurstofu Íslands klukkan 01:05 Á miðnætti opnaðist þriðji jarðeldurinn. Hann er á milli gosstaðanna tveggja ( í Geldingadölum og norðan við Meradali). Björgunarsveitir höfðu séð jarðsig á svæðinu í gær um 420 metrum norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum sem var um150m að lengd og um 1 meter að dýpt. Við teljum að þar hafi eldurinn opnast. Jarðeldurinn nær ekki á milli gíganna tveggja eins og er, sjá má að hraunið frá nýja eldinum rennur í Geldingadali á vefmyndavélum á svæðinu. Hann segir að klukkan hafi í raun slegið miðnætti þegar nýja sprungan opnaðist og eldhræringar við hana orðið sýnilegar á vefmyndavélum. Einar segir hraunið streyma í áttina inn í Geldingadali. Kári Rafn Þorbergsson, björgunarsveitarmaður í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ segir Kári en nánar er rætt við hann hér. Kári tók þetta myndband sem sýnir staðsetningu nýju sprungunnar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að líklegast væri að ný sprunga myndi opnast á milli þeirra tveggja jarðelda sem væru þegar opnir, sem varð raunin. Nýja hraunið sést renna í vefmyndavélum RÚV og Mbl sem sjá má hér að neðan. Augnablikið sést í vefmyndavél RÚV klukkan 23:59:58. Tímakóðinn er niðri í vinstra horninu á skjánum. Vefmyndavél Mbl er staðsett svo nærri nýju sprungunni að sumir velta fyrir sér hvort hún sé hreinlega í hættu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að björgunarsveitir hafi séð sprunguna í myndun í gær. Hún hafi verið mæld úr frá hnitum og sé um 420 metrum norðaustur af upptökunum í Geldingadölum. „Sprungan liggur í rauninni á milli þessara tveggja jarðelda sem nú þegar eru opnir,“ segir Einar. Tilkynning Veðurstofu Íslands klukkan 01:05 Á miðnætti opnaðist þriðji jarðeldurinn. Hann er á milli gosstaðanna tveggja ( í Geldingadölum og norðan við Meradali). Björgunarsveitir höfðu séð jarðsig á svæðinu í gær um 420 metrum norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum sem var um150m að lengd og um 1 meter að dýpt. Við teljum að þar hafi eldurinn opnast. Jarðeldurinn nær ekki á milli gíganna tveggja eins og er, sjá má að hraunið frá nýja eldinum rennur í Geldingadali á vefmyndavélum á svæðinu. Hann segir að klukkan hafi í raun slegið miðnætti þegar nýja sprungan opnaðist og eldhræringar við hana orðið sýnilegar á vefmyndavélum. Einar segir hraunið streyma í áttina inn í Geldingadali. Kári Rafn Þorbergsson, björgunarsveitarmaður í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ segir Kári en nánar er rætt við hann hér. Kári tók þetta myndband sem sýnir staðsetningu nýju sprungunnar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að líklegast væri að ný sprunga myndi opnast á milli þeirra tveggja jarðelda sem væru þegar opnir, sem varð raunin. Nýja hraunið sést renna í vefmyndavélum RÚV og Mbl sem sjá má hér að neðan. Augnablikið sést í vefmyndavél RÚV klukkan 23:59:58. Tímakóðinn er niðri í vinstra horninu á skjánum. Vefmyndavél Mbl er staðsett svo nærri nýju sprungunni að sumir velta fyrir sér hvort hún sé hreinlega í hættu.
Tilkynning Veðurstofu Íslands klukkan 01:05 Á miðnætti opnaðist þriðji jarðeldurinn. Hann er á milli gosstaðanna tveggja ( í Geldingadölum og norðan við Meradali). Björgunarsveitir höfðu séð jarðsig á svæðinu í gær um 420 metrum norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum sem var um150m að lengd og um 1 meter að dýpt. Við teljum að þar hafi eldurinn opnast. Jarðeldurinn nær ekki á milli gíganna tveggja eins og er, sjá má að hraunið frá nýja eldinum rennur í Geldingadali á vefmyndavélum á svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira