Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson fréttamaður hafa verið á gosstöðvunum í dag og rætt við vísindamenn sem setið hafa einir að svæðinu í dag eftir að lokað var fyrir umferð almennings. Aftur verður þó opnað klukkan sex í fyrramálið.
Að neðan má sjá myndir frá Arnari og Kristjáni frá því í dag. Ítarlega verður fjallað um stöðu mála í Geldingadölum og Meradölum í kvöldfréttum Stöðar 2 klukkan 18:30.




