Innlent

Vegslóði kominn undir hraun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vegslóðin sem nú er kominn undir hraun.
Vegslóðin sem nú er kominn undir hraun. Vísir/KMU

Segja má að fyrsta mannvirkið á Reykjanesi sé komið undir nýlegt hraun en vegslóði sem liggur að gosstöðvunum er nú þakinn fersku hrauni eftir að ný sprunga opnaðist með látum í gær.

Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson fréttamaður hafa verið á gosstöðvunum í dag og rætt við vísindamenn sem setið hafa einir að svæðinu í dag eftir að lokað var fyrir umferð almennings. Aftur verður þó opnað klukkan sex í fyrramálið.

Að neðan má sjá myndir frá Arnari og Kristjáni frá því í dag. Ítarlega verður fjallað um stöðu mála í Geldingadölum og Meradölum í kvöldfréttum Stöðar 2 klukkan 18:30.

Vísindamenn við störf á svæðinu í dag.Vísir/KMU
Fjórhjól og stórir jeppar eru notaðir til að komast um svæðið.Vísir/KMU
Vísindamenn virða fyrir sér svæðið í dag.Vísir/KMU
Vísindamenn á göngu um svæðið.Vísir/ArnarHalldórs


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×