Fólk segi fyrst frá þegar því sé lofað að sleppa við sekt Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2021 12:23 Þórólfur Guðnason hefur áhyggjur af stöðu mála ekki síst eftir að héraðsdómur felldi úrskurð úr gildi sem skikkaði fólk frá hááhættusvæðum í sóttvarnahús. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur óvíst að það myndi skila tilætluðum árangri að beita hærri og tíðari sektum fyrir brot á sóttkví. Megnið af þeim sýkingum sem upp hafa komið að undanförnu má rekja til fólks sem hefur ekki haldið sóttkví, einkum þeirra sem hafa komið frá útlöndum. Samkvæmt núgildandi fyrirmælum ríkissaksóknara getur sekt vegna brots gegn skyldu til að fara eða vera í sóttkví numið 50 til 250 þúsund krónum. Sömu upphæðir gilda um brot gegn reglum um sóttkví. „Þar sem við höfum verið að greina og finna brot á sóttkvínni þá höfum við núna undanfarið aðallega verið að finna brotin út af raðgreiningu veirunnar og þegar við sjáum hvernig smit hafa borist,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. „Þegar farið er að ganga meira á fólk sem hefur komið erlendis frá og jafnvel því verið lofað að það verði ekki sektað eða gengið hart fram þá segir það raunverulega hvernig brotin voru. Þannig að ég er ekki viss um að það muni breyta svo miklu því miður [að auka sektir]. Áhrifaríkasta úrræðið var hreinlega að geta fylgst betur með fólki sem er í sóttkví og ef við höfum ekki tök á því að gera það úti í bæ þá reynum við að hafa tök á því með því að setja fólk á sóttvarnarhótel.“ Áfrýja dómnum til Landsréttar Umræða um sóttkvíarhótelið í Katrínartúni var fyrirferðarmikil á upplýsingafundinum. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að stjórnvöld hafi gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu þegar ákveðið var að skikka fólk til að sæta fimm daga sóttkví á hótelinu ef það gat lokið sóttkví annars staðar. Taldi dómurinn að til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. Þórólfur sagði að útlit væri fyrir að ákvæði í sóttvarnarlögum hafi ekki verið nógu skýrt og skilgreining á sóttvarnarhúsi ófullnægandi. Dómnum var framfylgt strax í gærkvöldi. Um fimmtán af 250 gestum kusu að yfirgefa sóttkvíarhótelið í gær og gæti bæst í þann hóp í dag. Þórólfur hefur ákveðið í samráði við heilbrigðisráðuneytið að úrskurði héraðsdóms verði vísað til Landsréttar. Hann sagði dóminn óheppilegan út frá sóttvarnasjónarmiðum og geta sett sóttvarnir í uppnám. Hann telur að fái úrskurðurinn að standa muni líkur á smiti aukast með mögulegum alvarlegum afleiðingum fyrir Íslendinga. Fólk eigi til að stytta sér leið Fram kom á upplýsingafundinum að dæmi séu um að fólk sem hafi valið að klára sóttkví í eigin húsnæði eftir úrskurðinn í gær hafi látið sækja sig á sóttkvíarhótelið og þar með brotið reglur um sóttkví. Alma Möller landlæknir telur að fólk sé þar ekki endilega með einbeittan brotavilja heldur um sé að ræða athugunarleysi. Beindi hún því til fólks að kynna sér vel leiðbeiningar um sóttkví og fylgja þeim til hins ítrasta. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna, sagði það stundum í mannlegu eðli að reyna að stytta sér leið. Dæmi séu um að brot á sóttkví hafi flækt rakningu smita. „Það kemur í ljós að fólk í rauninni veit að það var ekki alveg fara eftir reglunum og er tregt að segja okkur frá því. Þess vegna var þessi leið farin held ég að stinga upp á þessum sóttvarnahótelum til þess að losa fólk frá þessari freistni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. 6. apríl 2021 11:14 Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Samkvæmt núgildandi fyrirmælum ríkissaksóknara getur sekt vegna brots gegn skyldu til að fara eða vera í sóttkví numið 50 til 250 þúsund krónum. Sömu upphæðir gilda um brot gegn reglum um sóttkví. „Þar sem við höfum verið að greina og finna brot á sóttkvínni þá höfum við núna undanfarið aðallega verið að finna brotin út af raðgreiningu veirunnar og þegar við sjáum hvernig smit hafa borist,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. „Þegar farið er að ganga meira á fólk sem hefur komið erlendis frá og jafnvel því verið lofað að það verði ekki sektað eða gengið hart fram þá segir það raunverulega hvernig brotin voru. Þannig að ég er ekki viss um að það muni breyta svo miklu því miður [að auka sektir]. Áhrifaríkasta úrræðið var hreinlega að geta fylgst betur með fólki sem er í sóttkví og ef við höfum ekki tök á því að gera það úti í bæ þá reynum við að hafa tök á því með því að setja fólk á sóttvarnarhótel.“ Áfrýja dómnum til Landsréttar Umræða um sóttkvíarhótelið í Katrínartúni var fyrirferðarmikil á upplýsingafundinum. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að stjórnvöld hafi gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu þegar ákveðið var að skikka fólk til að sæta fimm daga sóttkví á hótelinu ef það gat lokið sóttkví annars staðar. Taldi dómurinn að til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. Þórólfur sagði að útlit væri fyrir að ákvæði í sóttvarnarlögum hafi ekki verið nógu skýrt og skilgreining á sóttvarnarhúsi ófullnægandi. Dómnum var framfylgt strax í gærkvöldi. Um fimmtán af 250 gestum kusu að yfirgefa sóttkvíarhótelið í gær og gæti bæst í þann hóp í dag. Þórólfur hefur ákveðið í samráði við heilbrigðisráðuneytið að úrskurði héraðsdóms verði vísað til Landsréttar. Hann sagði dóminn óheppilegan út frá sóttvarnasjónarmiðum og geta sett sóttvarnir í uppnám. Hann telur að fái úrskurðurinn að standa muni líkur á smiti aukast með mögulegum alvarlegum afleiðingum fyrir Íslendinga. Fólk eigi til að stytta sér leið Fram kom á upplýsingafundinum að dæmi séu um að fólk sem hafi valið að klára sóttkví í eigin húsnæði eftir úrskurðinn í gær hafi látið sækja sig á sóttkvíarhótelið og þar með brotið reglur um sóttkví. Alma Möller landlæknir telur að fólk sé þar ekki endilega með einbeittan brotavilja heldur um sé að ræða athugunarleysi. Beindi hún því til fólks að kynna sér vel leiðbeiningar um sóttkví og fylgja þeim til hins ítrasta. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna, sagði það stundum í mannlegu eðli að reyna að stytta sér leið. Dæmi séu um að brot á sóttkví hafi flækt rakningu smita. „Það kemur í ljós að fólk í rauninni veit að það var ekki alveg fara eftir reglunum og er tregt að segja okkur frá því. Þess vegna var þessi leið farin held ég að stinga upp á þessum sóttvarnahótelum til þess að losa fólk frá þessari freistni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. 6. apríl 2021 11:14 Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. 6. apríl 2021 11:14
Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39
Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05