Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2021 22:49 Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða Krossins, segir að einhverjir gestir sóttkvíarhótelsins hafi reynt að láta sækja sig þangað. Vísir/Einar Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. „Það hefur borið á því að fólk sem hafi ætlað að fara hafi ætlað að láta vini eða ættingja sækja sig sem er náttúrulega þvert á sóttvarnareglur, er brot á sóttkví, þannig að við höfum verið að reyna að stoppa það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða Krossins, í samtali við fréttastofu. Hann segir að ekki ýkja margir hafi farið það sem af er kvöldi eftir að úrskurður Héraðsdóms var kynntur rétt fyrir klukkan sex. Nú hafi gestir úr fimm eða sex herbergjum yfirgefið sóttkvíarhúsið en nú dvelja um 260 manns á hótelinu. Einhverjir virðast ekki hafa skilið sóttkvíarreglur og reynt að láta sækja sig á sóttkvíarhótelið til þess að geta lokið sóttkví í heimahúsi. Starfsmönnum sóttkvíarhótelsins hefur þó tekist að forða fólki frá þeim mistökum. „Við höfum bara séð það þegar fólk hefur verið að koma og sækja fólk, eins hefur okkur verið sagt að þau ætluðu að láta þennan eða hinn sækja sig. Þá hefur verið bent strax á það að það sé ekki leyfilegt,“ segir Gylfi. „Fólk á alls ekki að láta sækja sig nema viðkomandi ökumaður hafi mótefni en það er samt ekki öruggt.“ Gylfi segir þó að allt hafi gengið áfallalaust fyrir sig. „Auðvitað voru ekki allir sáttir við þessa tilhögun, að þurfa að vera þarna. Sérstaklega það fólk sem taldi sig geta sinnt sóttkvínni heima fyrir. Við sjáum strax að það eru brotalamir fyrir því, sumir sem töldu sig geta sinnt sóttkvínni virtust nú ekki geta gert það betur en svo að þau ætluðu að láta sækja sig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57 Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08 Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Sjá meira
„Það hefur borið á því að fólk sem hafi ætlað að fara hafi ætlað að láta vini eða ættingja sækja sig sem er náttúrulega þvert á sóttvarnareglur, er brot á sóttkví, þannig að við höfum verið að reyna að stoppa það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða Krossins, í samtali við fréttastofu. Hann segir að ekki ýkja margir hafi farið það sem af er kvöldi eftir að úrskurður Héraðsdóms var kynntur rétt fyrir klukkan sex. Nú hafi gestir úr fimm eða sex herbergjum yfirgefið sóttkvíarhúsið en nú dvelja um 260 manns á hótelinu. Einhverjir virðast ekki hafa skilið sóttkvíarreglur og reynt að láta sækja sig á sóttkvíarhótelið til þess að geta lokið sóttkví í heimahúsi. Starfsmönnum sóttkvíarhótelsins hefur þó tekist að forða fólki frá þeim mistökum. „Við höfum bara séð það þegar fólk hefur verið að koma og sækja fólk, eins hefur okkur verið sagt að þau ætluðu að láta þennan eða hinn sækja sig. Þá hefur verið bent strax á það að það sé ekki leyfilegt,“ segir Gylfi. „Fólk á alls ekki að láta sækja sig nema viðkomandi ökumaður hafi mótefni en það er samt ekki öruggt.“ Gylfi segir þó að allt hafi gengið áfallalaust fyrir sig. „Auðvitað voru ekki allir sáttir við þessa tilhögun, að þurfa að vera þarna. Sérstaklega það fólk sem taldi sig geta sinnt sóttkvínni heima fyrir. Við sjáum strax að það eru brotalamir fyrir því, sumir sem töldu sig geta sinnt sóttkvínni virtust nú ekki geta gert það betur en svo að þau ætluðu að láta sækja sig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57 Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08 Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Sjá meira
Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57
Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08
Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. 5. apríl 2021 12:05