Innlent

Kol­brún Hall­dórs­dóttir gefur kost á sér fyrir VG

Sylvía Hall skrifar
Kolbrún Halldórsdóttir.
Kolbrún Halldórsdóttir. Vísir/Vilhelm

Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og fyrrverandi ráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Vinstri grænna fyrir alþingiskosningar í haust.

„Já, ég hef ákveðið að gefa kost á mér til starfa í stjórnmálum á ný. Í dag rennur út frestur til að skrá sig til liðs við VG í Kraganum, og taka þátt í vali á lista flokksins þar,“ skrifar Kolbrún á Facebook-síðu sína.

Kolbrún býður sig fram í Kraganum, en hún var Reykjavíkurþingmaður fyrir Vinstri græna frá árinu 1999 til 2009. Þá var hún umhverfisráðherra og ráðherra norrænna samstarfsmála árið 2009.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.