Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2021 20:57 Guðný Sigríður Eiríksdóttir minnist bróður síns, Daníels Eiríkssonar, með hlýju. Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. Systir Daníels, Guðný Sigríður Eiríksdóttir, minnist bróður síns í fallegri kveðju á Facebook-síðu sinni í dag. „Elsku besti litli bróðir minn. Ég vil ekki trúa að þú sért farinn frá okkur. Þetta er svo ósanngjarnt og óraunverulegt... Þú áttir þetta ekki skilið,“ skrifar Guðný, sem gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að vitna í færsluna. Hún lýsir bróður sínum sem hjálpsömum og góðum dreng sem hafi ekkert aumt mátt sjá. „Það kom þér stundum í vandræði og þú mættir alltaf ósigrandi til leiks. Þú varst svo hraustur með óteljandi líf! Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu. Hjartað þitt vildi ekki hætta að slá. Þú þráðir svo heitt að lifa eðlilegu lífi elsku Daníel minn og stóðst þig eins og hetja. Þú varst klettur fyrir svo marga síðustu mánuði,“ skrifar Guðný. Hún segir erfitt að hugsa til þess að geta ekki lengur hringt í bróður sinn, skutlað honum um og notið samverustunda með honum og fjölskyldunni. „En ég veit að þú vakir yfir okkur & heyrir í okkur,“ skrifar Guðný meðal annars. „Er svo þakklát fyrir fallegu kveðjustundina sem við áttum með þér. Hvíldu í friði elsku litli bróðir minn. Elska þig að eilífu.“ Einn í gæsluvarðhaldi Líkt og fram hefur komið í fréttum hefur lögreglan til rannsóknar hvernig andlát Daníels bar að og situr einn maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á Daníel en upphaflega voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Símasamskipti sem lögregla fann í síma Daníels leiddu til þess að mennirnir voru handteknir. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu en sá er sætir gæsluvarðhaldi hefur borið fyrir sig að um slys hafi verið að ræða. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn vildi í samtali við Rúv fyrr í kvöld ekki gefa upp hvort andlátið sé rannsakað sem manndráp en til rannsóknar sé hvernig hinn látni hlaut þá áverka sem hann var með. Lögreglumál Mannslát í Vindakór Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Systir Daníels, Guðný Sigríður Eiríksdóttir, minnist bróður síns í fallegri kveðju á Facebook-síðu sinni í dag. „Elsku besti litli bróðir minn. Ég vil ekki trúa að þú sért farinn frá okkur. Þetta er svo ósanngjarnt og óraunverulegt... Þú áttir þetta ekki skilið,“ skrifar Guðný, sem gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að vitna í færsluna. Hún lýsir bróður sínum sem hjálpsömum og góðum dreng sem hafi ekkert aumt mátt sjá. „Það kom þér stundum í vandræði og þú mættir alltaf ósigrandi til leiks. Þú varst svo hraustur með óteljandi líf! Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu. Hjartað þitt vildi ekki hætta að slá. Þú þráðir svo heitt að lifa eðlilegu lífi elsku Daníel minn og stóðst þig eins og hetja. Þú varst klettur fyrir svo marga síðustu mánuði,“ skrifar Guðný. Hún segir erfitt að hugsa til þess að geta ekki lengur hringt í bróður sinn, skutlað honum um og notið samverustunda með honum og fjölskyldunni. „En ég veit að þú vakir yfir okkur & heyrir í okkur,“ skrifar Guðný meðal annars. „Er svo þakklát fyrir fallegu kveðjustundina sem við áttum með þér. Hvíldu í friði elsku litli bróðir minn. Elska þig að eilífu.“ Einn í gæsluvarðhaldi Líkt og fram hefur komið í fréttum hefur lögreglan til rannsóknar hvernig andlát Daníels bar að og situr einn maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á Daníel en upphaflega voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Símasamskipti sem lögregla fann í síma Daníels leiddu til þess að mennirnir voru handteknir. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu en sá er sætir gæsluvarðhaldi hefur borið fyrir sig að um slys hafi verið að ræða. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn vildi í samtali við Rúv fyrr í kvöld ekki gefa upp hvort andlátið sé rannsakað sem manndráp en til rannsóknar sé hvernig hinn látni hlaut þá áverka sem hann var með.
Lögreglumál Mannslát í Vindakór Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira