Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2021 20:57 Guðný Sigríður Eiríksdóttir minnist bróður síns, Daníels Eiríkssonar, með hlýju. Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. Systir Daníels, Guðný Sigríður Eiríksdóttir, minnist bróður síns í fallegri kveðju á Facebook-síðu sinni í dag. „Elsku besti litli bróðir minn. Ég vil ekki trúa að þú sért farinn frá okkur. Þetta er svo ósanngjarnt og óraunverulegt... Þú áttir þetta ekki skilið,“ skrifar Guðný, sem gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að vitna í færsluna. Hún lýsir bróður sínum sem hjálpsömum og góðum dreng sem hafi ekkert aumt mátt sjá. „Það kom þér stundum í vandræði og þú mættir alltaf ósigrandi til leiks. Þú varst svo hraustur með óteljandi líf! Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu. Hjartað þitt vildi ekki hætta að slá. Þú þráðir svo heitt að lifa eðlilegu lífi elsku Daníel minn og stóðst þig eins og hetja. Þú varst klettur fyrir svo marga síðustu mánuði,“ skrifar Guðný. Hún segir erfitt að hugsa til þess að geta ekki lengur hringt í bróður sinn, skutlað honum um og notið samverustunda með honum og fjölskyldunni. „En ég veit að þú vakir yfir okkur & heyrir í okkur,“ skrifar Guðný meðal annars. „Er svo þakklát fyrir fallegu kveðjustundina sem við áttum með þér. Hvíldu í friði elsku litli bróðir minn. Elska þig að eilífu.“ Einn í gæsluvarðhaldi Líkt og fram hefur komið í fréttum hefur lögreglan til rannsóknar hvernig andlát Daníels bar að og situr einn maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á Daníel en upphaflega voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Símasamskipti sem lögregla fann í síma Daníels leiddu til þess að mennirnir voru handteknir. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu en sá er sætir gæsluvarðhaldi hefur borið fyrir sig að um slys hafi verið að ræða. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn vildi í samtali við Rúv fyrr í kvöld ekki gefa upp hvort andlátið sé rannsakað sem manndráp en til rannsóknar sé hvernig hinn látni hlaut þá áverka sem hann var með. Lögreglumál Mannslát í Vindakór Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Sjá meira
Systir Daníels, Guðný Sigríður Eiríksdóttir, minnist bróður síns í fallegri kveðju á Facebook-síðu sinni í dag. „Elsku besti litli bróðir minn. Ég vil ekki trúa að þú sért farinn frá okkur. Þetta er svo ósanngjarnt og óraunverulegt... Þú áttir þetta ekki skilið,“ skrifar Guðný, sem gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að vitna í færsluna. Hún lýsir bróður sínum sem hjálpsömum og góðum dreng sem hafi ekkert aumt mátt sjá. „Það kom þér stundum í vandræði og þú mættir alltaf ósigrandi til leiks. Þú varst svo hraustur með óteljandi líf! Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu. Hjartað þitt vildi ekki hætta að slá. Þú þráðir svo heitt að lifa eðlilegu lífi elsku Daníel minn og stóðst þig eins og hetja. Þú varst klettur fyrir svo marga síðustu mánuði,“ skrifar Guðný. Hún segir erfitt að hugsa til þess að geta ekki lengur hringt í bróður sinn, skutlað honum um og notið samverustunda með honum og fjölskyldunni. „En ég veit að þú vakir yfir okkur & heyrir í okkur,“ skrifar Guðný meðal annars. „Er svo þakklát fyrir fallegu kveðjustundina sem við áttum með þér. Hvíldu í friði elsku litli bróðir minn. Elska þig að eilífu.“ Einn í gæsluvarðhaldi Líkt og fram hefur komið í fréttum hefur lögreglan til rannsóknar hvernig andlát Daníels bar að og situr einn maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á Daníel en upphaflega voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Símasamskipti sem lögregla fann í síma Daníels leiddu til þess að mennirnir voru handteknir. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu en sá er sætir gæsluvarðhaldi hefur borið fyrir sig að um slys hafi verið að ræða. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn vildi í samtali við Rúv fyrr í kvöld ekki gefa upp hvort andlátið sé rannsakað sem manndráp en til rannsóknar sé hvernig hinn látni hlaut þá áverka sem hann var með.
Lögreglumál Mannslát í Vindakór Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Sjá meira