Innlent

Fjögur hand­tekin eftir rúnt á stolinni bif­reið

Sylvía Hall skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan handtók í gær fjóra einstaklinga sem reyndust á stolinni bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Öll voru í annarlegu ástandi samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu og ökumaður undir áhrifum fíkniefna, ásamt því að hafa verið sviptur ökuréttindum.

Lögregla þurfti að hafa afskipti af fleiri ökumönnum í gærkvöldi og í nótt, en átta ökumenn voru stöðvaðir víðs vegar um borgina undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá gistu níu fangaklefa vegna ýmissa brota og ellefu tilkynningar bárust um hávaða.

Lögregla var kölluð til vegna tveggja manna í verslun í Efra-Breiðholti, en þeir voru í annarlegu ástandi og neituðu að nota andlitsgrímur, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Málið var þó leyst á staðnum þegar lögregla kom á vettvang og þeir sagðir hafa lofað bót og betrun.

Fjórir voru handteknir vegna líkamsárása í gær, þrír í Breiðholti og einn í Mosfellsbæ, en sá er einnig grunaður um húsbrot. Þá var brotist inn í fyrirtæki í Garðabæ, en ekki liggur fyrir hverju var stolið að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×