Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Sóttvarnalæknir segir að ef reglugerð um sóttkvíarhótel stenst ekki lög muni það kippa fótunum undan sóttvörnum að miklu leyti. Reglugerðin hafi verið sett því fólk hafi ekki verið að halda sóttkví - sem sé lykilatriði í baráttunni við faraldurinn. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast klukkan tólf.

Næstum níutíu fullorðnir og um fjörtíu börn eru nú undir eftirliti göngudeildar Covid-19. Þrátt fyrir að nýtt og mögulega alvarlegra afbrigði gangi nú manna á milli, hefur ekki orðið vart við meiri veikindi en áður.

Yfirlögregluþjónn segir að margir hafi örmagnast við bratta brekku sem fólk hefur þurft að ganga til að komast að gosstöðvunum. Lagfæringar hafi verið gerðar á leiðinni til að auðvelda yfirferð. Lokað er á gosstöðvunum í dag og til hádegis á morgun vegna veðurs.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. Hægt er að hlusta á fréttatímann í spilaranum hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.