Eins og verið sé að „sópa málinu undir teppi og kæfa umræðu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 2. apríl 2021 18:30 Erna Bjarnadóttir, stofnandi Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, segir að sér finnist eins og verið sé að reyna að sópa málinu undir teppi og stöðva umræðu. Vísir Kona í áhættuhópi sem greindist með HPV veiruna í krabbameinsskimun hefur nú beðið í fjóra mánuði eftir að fá niðurstöðu úr seinni sýnatöku. Hátt í fjórtán þúsund manns hafa skráð sig í Facebookhópinn Aðför að heilsu kvenna. Um áramótin tók heilsugæslan við leghálsskimun af Krabbameinsfélaginu og var þá ýmislegt ófrágengið. Dönsk rannsóknarstofa greinir nú sýni frá Íslandi en ekki hafði verið gengið frá samningum við stofuna og þá var tölvukerfið ekki klárt. Ákvörðunin um að láta greina sýnin í Danmörku hefur sætt gagnrýni og hefur fagfélag lækna meðal annars lýst henni sem aðför að heilsu kvenna. Mikill áhugi á málinu Erna Bjarnadóttir, stofnaði Facebook-hópinn Aðför að heilsu kvenna í lok febrúar – eftir að hafa áttað sig á því að fjöldi kvenna væru í þeirri stöðu að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöðu úr leghálssýnatöku. Erna stofnaði Facebook-hópinn Aðför að heilsu kvenna eftir að hafa áttað sig á því hve margar konur væru í þeirri stöðu að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöðu úr leghálssýnatöku.Vísir/Egill „Og í dag eru komnir hátt í 13.500 manns í hópinn sem sýnir þennan almenna áhuga á málinu og hversu stórt og alvarlegt þetta mál er,“ segir Erna. Frænka Ernu, Margrét Hildur Ríkharðsdóttir, er í áhættuhópi þar sem hún hefur þurft að fara í keiluskurð. Hún fór í sýnatöku í nóvember, áður en skimun var færð yfir til heilsugæslunnar um áramót. Sýnið fór á flakk áður en það var sent til Danmerkur til greiningar. Í lok febrúar kom loks í ljós að í sýninu greindist HPV veita og hún boðuð í aðra sýnatöku. „Ég reyni að bóka mér tíma hjá heilsugæslunni en gat ekki fengið tíma fyrr en eftir fjórar vikur. Þarna voru liðnir þrír mánuðir frá því ég fór fyrst í sýnatöku,“ segir Margrét. Hefur beðið í fjóra mánuði eftir niðurstöðu Margrét fékk tíma hjá kvensjúkdómalækni þann 1. mars og bíður enn eftir niðurstöðu. „Þannig að ég er búin að bíða í fjóra mánuði eftir þessu og ég veit ekkert hvar sýnið mitt er,“ segir Margrét. „Hvar í veröldinni. Er það í Danmörku eða í flugvél einhvers staðar eða hvar það er þannig maður er orðin óþreyjufullur,“ segir Margrét. Þegar hún hringi í heilsugæsluna sé henni sagt að vera þolinmóð. „Þú segir ekki við konu sem er búin að bíða í fjóra mánuði og fara í keiluskurð , verandi með HPV veiruna að vera þolinmóð,“ segir Margrét. Margrét Hildur Ríkharðsdóttir hefur beðið í fjóra mánuði eftir niðurstöðu úr sýnatöku. Hún er í áhættuhópi þar sem hún hefur þurft að fara í keiluskurð.Vísir/Egill Sýni sent út eftir helgi sem tekið var í nóvember Fjölmargar konur séu í sömu stöðu. Þær taka dæmi um konu sem hefur greinst þrisvar með krabbamein, og fór í sýnatöku 27. nóvember, sem bíður enn eftir niðurstöðu. „Og í gær fær hún þær upplýsingar, eftir að hafa sjálf grennslast fyrir um hvar sýnið hennar sé, að það fari út á mánudaginn,“ segir Erna. „Þú ert alltaf að hugsa um þetta og alltaf að spá í þessu. Hvað ef? Hvað ef það gerist eitthvað? Þannig já, mér líður ekki vel,“ segir Margrét. „Hvað á ég að bíða lengi eftir svörum. Ég get ekki gert neitt. Ég get ekkert hringt. Ég get ekkert gert. Ég get ekki farið. Ég þarf bara að bíða eftir svörum frá þessu fólki og þetta fólk er ekki að gera neitt,“ segir Margrét. „Ég held að okkur finnist að það sé verið að reyna sópa málinu undir teppi og reyna að kæfa umræðu um þetta þangað til að þetta verður komið í lag í þessu ferli til Danmerkur,“ segir Erna. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 30. mars 2021 12:31 Leitarstöð KÍ: In memoriam Að skima fyrir sjúkdómum er vandasamt verk og getur iðulega leitt til of eða vangreiningar, ef ekki er rétt á málum haldið. 29. mars 2021 10:30 „Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli?“ spyrja fæðinga- og kvensjúkdómalæknar „Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið.“ 27. mars 2021 15:02 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Um áramótin tók heilsugæslan við leghálsskimun af Krabbameinsfélaginu og var þá ýmislegt ófrágengið. Dönsk rannsóknarstofa greinir nú sýni frá Íslandi en ekki hafði verið gengið frá samningum við stofuna og þá var tölvukerfið ekki klárt. Ákvörðunin um að láta greina sýnin í Danmörku hefur sætt gagnrýni og hefur fagfélag lækna meðal annars lýst henni sem aðför að heilsu kvenna. Mikill áhugi á málinu Erna Bjarnadóttir, stofnaði Facebook-hópinn Aðför að heilsu kvenna í lok febrúar – eftir að hafa áttað sig á því að fjöldi kvenna væru í þeirri stöðu að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöðu úr leghálssýnatöku. Erna stofnaði Facebook-hópinn Aðför að heilsu kvenna eftir að hafa áttað sig á því hve margar konur væru í þeirri stöðu að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöðu úr leghálssýnatöku.Vísir/Egill „Og í dag eru komnir hátt í 13.500 manns í hópinn sem sýnir þennan almenna áhuga á málinu og hversu stórt og alvarlegt þetta mál er,“ segir Erna. Frænka Ernu, Margrét Hildur Ríkharðsdóttir, er í áhættuhópi þar sem hún hefur þurft að fara í keiluskurð. Hún fór í sýnatöku í nóvember, áður en skimun var færð yfir til heilsugæslunnar um áramót. Sýnið fór á flakk áður en það var sent til Danmerkur til greiningar. Í lok febrúar kom loks í ljós að í sýninu greindist HPV veita og hún boðuð í aðra sýnatöku. „Ég reyni að bóka mér tíma hjá heilsugæslunni en gat ekki fengið tíma fyrr en eftir fjórar vikur. Þarna voru liðnir þrír mánuðir frá því ég fór fyrst í sýnatöku,“ segir Margrét. Hefur beðið í fjóra mánuði eftir niðurstöðu Margrét fékk tíma hjá kvensjúkdómalækni þann 1. mars og bíður enn eftir niðurstöðu. „Þannig að ég er búin að bíða í fjóra mánuði eftir þessu og ég veit ekkert hvar sýnið mitt er,“ segir Margrét. „Hvar í veröldinni. Er það í Danmörku eða í flugvél einhvers staðar eða hvar það er þannig maður er orðin óþreyjufullur,“ segir Margrét. Þegar hún hringi í heilsugæsluna sé henni sagt að vera þolinmóð. „Þú segir ekki við konu sem er búin að bíða í fjóra mánuði og fara í keiluskurð , verandi með HPV veiruna að vera þolinmóð,“ segir Margrét. Margrét Hildur Ríkharðsdóttir hefur beðið í fjóra mánuði eftir niðurstöðu úr sýnatöku. Hún er í áhættuhópi þar sem hún hefur þurft að fara í keiluskurð.Vísir/Egill Sýni sent út eftir helgi sem tekið var í nóvember Fjölmargar konur séu í sömu stöðu. Þær taka dæmi um konu sem hefur greinst þrisvar með krabbamein, og fór í sýnatöku 27. nóvember, sem bíður enn eftir niðurstöðu. „Og í gær fær hún þær upplýsingar, eftir að hafa sjálf grennslast fyrir um hvar sýnið hennar sé, að það fari út á mánudaginn,“ segir Erna. „Þú ert alltaf að hugsa um þetta og alltaf að spá í þessu. Hvað ef? Hvað ef það gerist eitthvað? Þannig já, mér líður ekki vel,“ segir Margrét. „Hvað á ég að bíða lengi eftir svörum. Ég get ekki gert neitt. Ég get ekkert hringt. Ég get ekkert gert. Ég get ekki farið. Ég þarf bara að bíða eftir svörum frá þessu fólki og þetta fólk er ekki að gera neitt,“ segir Margrét. „Ég held að okkur finnist að það sé verið að reyna sópa málinu undir teppi og reyna að kæfa umræðu um þetta þangað til að þetta verður komið í lag í þessu ferli til Danmerkur,“ segir Erna.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 30. mars 2021 12:31 Leitarstöð KÍ: In memoriam Að skima fyrir sjúkdómum er vandasamt verk og getur iðulega leitt til of eða vangreiningar, ef ekki er rétt á málum haldið. 29. mars 2021 10:30 „Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli?“ spyrja fæðinga- og kvensjúkdómalæknar „Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið.“ 27. mars 2021 15:02 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 30. mars 2021 12:31
Leitarstöð KÍ: In memoriam Að skima fyrir sjúkdómum er vandasamt verk og getur iðulega leitt til of eða vangreiningar, ef ekki er rétt á málum haldið. 29. mars 2021 10:30
„Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli?“ spyrja fæðinga- og kvensjúkdómalæknar „Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið.“ 27. mars 2021 15:02