Innlent

Fangi lést á Litla-Hrauni í nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fangi fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni í morgun. 
Fangi fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni í morgun.  Vísir/Vilhelm

Vistmaður á Litla-Hrauni fannst látinn í klefa sínum í morgun. Þetta staðfestir Páll Winkel forstjóri fangelsismálastofnunar í samtali við fréttastofu. Ekki leikur grunur á að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Búið er að virkja viðbragðsáætlun sem á við í tilfellum sem þessum að sögn Páls.

„Ég get staðfest það að komið var að fanga látnum í morgun í klefa hans,“ segir Páll. „Það bendir ekkert til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. En eins og með önnur sambærileg mál verður þetta rannsakað af lögreglu,“ segir Páll.

Fréttablaðið greindi fyrst frá. Búið er að hafa samband við aðstandendur hins látna en að sögn Páls ríkir mikill harmur meðal starfsmanna og annarra vistmanna á Litla-Hrauni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×