Lífið

Leita að fjórða með­limnum fyrir nýja þátta­röð af Æði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Patrekur Jaime, Bassi Maraj og Binni Glee hafa slegið í gegn í raunveruleikaþættinum Æði á Stöð 2+.
Patrekur Jaime, Bassi Maraj og Binni Glee hafa slegið í gegn í raunveruleikaþættinum Æði á Stöð 2+.

Raunveruleikaþátturinn Æði hefur slegið rækilega í gegn á Stöð 2+. Önnur þáttaröð fór í loftið nú í vetur. Sú þriðja fer í tökur í sumar og er hafin leit að fjórðu stjörnunni til að vera í burðarhlutverki. 

Í Æði er fylgst með lífi raunveruleikastjörnunnar Patreks Jaime. Í fyrstu þáttaröð kom vinur hans, Bassi Maraj, mjög mikið við sögu og í annarri bættist Binni Glee við í burðarhlutverki. 

Klippa: Æði 2 - sýnishorn

Þeir félagar hafa haldið þáttunum uppi með glæsibrag en í þriðju þáttaröð, sem stefnt er á að fari í tökur í sumar og verði sýnd á Stöð 2+ í haust, á að gefa enn meira í.

Þess vegna er hafin leit að fjórða meðliminum í teyminu sem fylgst er með í þáttunum og er brugðið á þann leik að leita til almennings og fólk beðið um að koma með ábendingar um skemmtilega og litríka einstaklinga sem gætu notið sín vel í þáttunum.

„Viðbrögðin við Æði hafa verið það góð að ekkert annað kom til greina en að halda áfram í þriðju þáttaröð. Við erum mjög spennt fyrir leitinni að fjórða meðliminum og hvetjum fólk til að skjóta á okkur ábendingu,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn.

Veist þú um einhvern sem gæti slegið í gegn í Æði 3? Ýttu þá á ÁFRAM og sendu nafnið hér fyrir neðan


Tengdar fréttir

Bassi Maraj hellir sér yfir Bjarna Benediktsson

Kosningabaráttan er hafin sem þýðir að frambjóðendur lenda í óvæntum ævintýrum. Formaður Sjálfstæðisflokksins lenti óvænt í hárblásaranum hjá helsta nýstirni Íslands.

Binni Glee er hræddur við öll dýr

Í síðasta þætti af Æði á Stöð 2+ fékk Patrekur Jaime sér nýjan hund og var herbergisfélagi hans Binni Glee ekkert rosalega hrifinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.