Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2021 12:09 Margrét Lillý er ekki reið út í móður sína, hún segir hana veika og þurfa aðstoð. Kerfið hafi brugðist þeim báðum. vísir/villi Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar. Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar, sem glímur við alvarleg andleg veikindi. Í þættinum kom fram að margar tilkynningar hefðu borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Í skýrslu Barnarverndarstofu um málið, sem kom út í febrúar, kemur fram að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli Margrétar. Meðal annars kemur fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir að eftir að skýrsluna hafi skaðabótakrafa verið lögð fram gegn Seltjarnarnesbæ. „Í kjölfarið af því að við sendum kröfu á lögmann bæjarins fáum við svar, sem er varla hálf blaðsíða, þar sem öllum kröfum umbjóðanda míns er hafnað. Og það finnst mér skjóta skökku við. Sérstaklega þegar bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar hefur beðist afsökunar, í sjónvarpsviðtali, á þeirra þætti í málinu,“ segir Sævar þór og bætir við að í bréfinu frá bænum sé bótaskyldu hafnað án frekari rökstuðnings. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir mikil vonbrigði að bærinn hafni bótaskyldu. „Það eru mikil vonbrigði í því að það sé verið að vinna málið með þessum hætti sérstaklega þegar það liggur fyrir að Barnaverndarstofa hafi talið að það hafi ekki verið unnið rétt í málinu.“ segir Sævar. Það sé alvarlegt að bærinn axli ekki ábyrgð í máli sem þessu. „Þetta er mikið „prinsipp" mál og umbjóðandi minn ætlar ekki að láta hér við sitja. Næsta skref í málinu er að skoða bótagrundvöll gegn einstaklingum sem eiga þátt í málinu og bænum. Og það er málshöfðun sem er næsta skref,“ segir Sævar Þór. Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01 Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. 5. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Margrét Lillý sagði átakanlega sögu sína í Kompás haustið 2019, þá 17 ára gömul og nýflutt til föður síns. Hún sagðist hafa búið við vanrækslu og ofbeldi alla ævi af hendi móður sinnar, sem glímur við alvarleg andleg veikindi. Í þættinum kom fram að margar tilkynningar hefðu borist barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi án þess að brugðist hafi verið við með eðlilegum hætti. Móðirin hélt alltaf forsjá. Í skýrslu Barnarverndarstofu um málið, sem kom út í febrúar, kemur fram að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á máli Margrétar. Meðal annars kemur fram að tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Hvorki barnið né foreldrar þess hafi fengið nauðsynlegan stuðning. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir að eftir að skýrsluna hafi skaðabótakrafa verið lögð fram gegn Seltjarnarnesbæ. „Í kjölfarið af því að við sendum kröfu á lögmann bæjarins fáum við svar, sem er varla hálf blaðsíða, þar sem öllum kröfum umbjóðanda míns er hafnað. Og það finnst mér skjóta skökku við. Sérstaklega þegar bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar hefur beðist afsökunar, í sjónvarpsviðtali, á þeirra þætti í málinu,“ segir Sævar þór og bætir við að í bréfinu frá bænum sé bótaskyldu hafnað án frekari rökstuðnings. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Margrétar, segir mikil vonbrigði að bærinn hafni bótaskyldu. „Það eru mikil vonbrigði í því að það sé verið að vinna málið með þessum hætti sérstaklega þegar það liggur fyrir að Barnaverndarstofa hafi talið að það hafi ekki verið unnið rétt í málinu.“ segir Sævar. Það sé alvarlegt að bærinn axli ekki ábyrgð í máli sem þessu. „Þetta er mikið „prinsipp" mál og umbjóðandi minn ætlar ekki að láta hér við sitja. Næsta skref í málinu er að skoða bótagrundvöll gegn einstaklingum sem eiga þátt í málinu og bænum. Og það er málshöfðun sem er næsta skref,“ segir Sævar Þór.
Kompás Barnavernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01 Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. 5. febrúar 2021 12:14 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01
Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. 5. febrúar 2021 12:14