Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 12:14 Margrét Lillý sagði frá átakanlegri barnæsku sinni í þættinum Kompás fyrir rúmu ári síðan. Þar segir hún Seltjarnarnesbæ hafa brugðist sér. vísir/vilhelm Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. Fjallað var um mál stúlkunnar í fréttaskýringaþættinum Kompási í nóvember 2019. Hún sagði þar frá því að hún hefði alist upp ein hjá móður sinni á Seltjarnarnesi og búið við verulega vanrækslu og ofbeldi alla ævi. Hún kvað barnaverndarnefnd Seltjarnarness, sem hefði fengið þónokkrar ábendingar um aðstæður hennar, brugðist. Kompásþáttinn í heild má nálgast hér fyrir neðan og hér má lesa ítarlega umfjöllun Kompáss um mál stúlkunnar. Kvartað var vegna málsins til Barnaverndarstofu, sem komist hefur að þeirri niðurstöðu að meðferð málsins hjá barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi hafi ekki verið í samræmi við lög. Ekki boðlegar aðstæður Sævar Þór Jónsson lögmaður stúlkunnar bendir á að alvarlegar athugasemdir séu til dæmis gerðar við að ekki hafi verið haft samráð við föður stúlkunnar, sem og að hún hafi verið vistuð hjá ættingjum sínum. Barnaverndarstofa vekur athygli á því í úrskurði sínum að alls óvíst væri hvort heimilið sem stúlkan var vistuð á hefði verið samþykkt sem vistunarstaður vegna áfengisvanda ættingja hennar. Sævar Þór Jónsson, lögmaður.Vísir/vilhelm „Og það eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að það hafi ekki verið fullnægjandi, hún hafi verið í aðstæðum sem hafi ekki verið boðlegar. Það er auðvitað brotið á rétti barnsins í því tilviki því það skiptir máli í svona málum að börn séu vistuð í öruggu umhverfi, sem ég tel að hafi ekki verið,“ segir Sævar Þór í samtali fréttastofu. „Faðir stúlkunnar hefur haft athugasemdir við það í mörg ár að hann hafi ekki verið upplýstur um stöðu stúlkunnar. Og þarna eru gerðar athugasemdir við það að það hafi ekki verið haft samráð við hann um úrræði.“ Með ólíkindum að svona viðgangist Sævar telur ljóst að alvarlegar brotalamir hafi orðið á meðferð málsins. „Það er með ólíkindum að þetta skuli hafa viðgengist í nútímanum að það sé ekki betur unnið úr málum en gert var og það er búið að brjóta á réttindum umbjóðanda míns í þessu máli með alvarlegum hætti.“ Nú verði rætt við Seltjarnarnesbæ. „Um bæði úrbætur, viðurkenningu á því að það hafi verið gerð alvarleg mistök, og að þau bæti þá umbjóðanda mínum það upp með þeim hætti sem talið er eðlilegt,“ segir Sævar. Barnavernd Réttindi barna Seltjarnarnes Kompás Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira
Fjallað var um mál stúlkunnar í fréttaskýringaþættinum Kompási í nóvember 2019. Hún sagði þar frá því að hún hefði alist upp ein hjá móður sinni á Seltjarnarnesi og búið við verulega vanrækslu og ofbeldi alla ævi. Hún kvað barnaverndarnefnd Seltjarnarness, sem hefði fengið þónokkrar ábendingar um aðstæður hennar, brugðist. Kompásþáttinn í heild má nálgast hér fyrir neðan og hér má lesa ítarlega umfjöllun Kompáss um mál stúlkunnar. Kvartað var vegna málsins til Barnaverndarstofu, sem komist hefur að þeirri niðurstöðu að meðferð málsins hjá barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi hafi ekki verið í samræmi við lög. Ekki boðlegar aðstæður Sævar Þór Jónsson lögmaður stúlkunnar bendir á að alvarlegar athugasemdir séu til dæmis gerðar við að ekki hafi verið haft samráð við föður stúlkunnar, sem og að hún hafi verið vistuð hjá ættingjum sínum. Barnaverndarstofa vekur athygli á því í úrskurði sínum að alls óvíst væri hvort heimilið sem stúlkan var vistuð á hefði verið samþykkt sem vistunarstaður vegna áfengisvanda ættingja hennar. Sævar Þór Jónsson, lögmaður.Vísir/vilhelm „Og það eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að það hafi ekki verið fullnægjandi, hún hafi verið í aðstæðum sem hafi ekki verið boðlegar. Það er auðvitað brotið á rétti barnsins í því tilviki því það skiptir máli í svona málum að börn séu vistuð í öruggu umhverfi, sem ég tel að hafi ekki verið,“ segir Sævar Þór í samtali fréttastofu. „Faðir stúlkunnar hefur haft athugasemdir við það í mörg ár að hann hafi ekki verið upplýstur um stöðu stúlkunnar. Og þarna eru gerðar athugasemdir við það að það hafi ekki verið haft samráð við hann um úrræði.“ Með ólíkindum að svona viðgangist Sævar telur ljóst að alvarlegar brotalamir hafi orðið á meðferð málsins. „Það er með ólíkindum að þetta skuli hafa viðgengist í nútímanum að það sé ekki betur unnið úr málum en gert var og það er búið að brjóta á réttindum umbjóðanda míns í þessu máli með alvarlegum hætti.“ Nú verði rætt við Seltjarnarnesbæ. „Um bæði úrbætur, viðurkenningu á því að það hafi verið gerð alvarleg mistök, og að þau bæti þá umbjóðanda mínum það upp með þeim hætti sem talið er eðlilegt,“ segir Sævar.
Barnavernd Réttindi barna Seltjarnarnes Kompás Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira