Innlent

Opna skóla eftir páskafrí með svipuðum takmörkunum og í haust

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Menntamálaráðherra segir stefnt á að opna skóla eftir páskafrí en með svipuðum takmörkunum og síðasta haust.

Sóttvarnarlæknir hefur lagt til við ráðherra að skólar verði opnaðir eftir páskafrí. Stuðst verði við samskonar samkomutakmarkanir og voru í gildi í haust.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir reglugerð um opnun skóla koma fram fljótlega. 

„Þetta verður með einhverjum takmörkunum.  Við erum svolítið að fara inní stöðuna eins og við vorum í áður. Við stefnum í að fara að opna skóla og erum að fara að gefa út þá reglugerð innan skamms.

Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á fimmtudaginn í síðustu viku. Þá var meðal annars grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum gert að loka en ólíkt öðrum aðgerðum sem gripið var til gildir reglugerðin um skólastarf aðeins til og með 31. mars.

Síðan tekur við páskafrí í skólum en aðrar sóttvarnaaðgerðir gilda til og með 15. apríl.

„Við erum að fara inní stöðuna eins og hún var í haust en tímabundið vegna þess að við höfum mikla trú á þeim aðgerðum sem farið var í,“ segir Lilja. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×