Frumes birti fallega mynd af þeim á Instagram með textanum „Mamma og pabbi.“ Derulo tilkynnti gleðifréttirnar einnig á Instagram með krúttlegu myndbandi frá Bahama eyjum. Það fylgdi ekki sögunni hvenær barnið er væntanlegt í heiminn. Við færsluna skrifar hann
„Ég gæti ekki verið spenntari fyrir þessum nýja kafla í lífi okkar.“
Þau kynntust fyrst í ræktinni og byrjaði parið svo að hittast skömmu áður en heimsfaraldurinn skall á.