Stjörnu-Sævar ærir sauðfjárbændur Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2021 08:43 Sauðfjárbændur landsins eru allt annað en ánægðir með þátt Sævars, Hvað getum við gert? Bændur vita svo sem alveg hvað þeir gætu gert ef þeir hefðu eitthvað um dagskrárgerðina að segja, nefnilega taka þennan þátt af dagskrá. vísir/vilhelm Þátturinn „Hvað getum við gert?“ sem er í umsjá Sævars Helga Bragasonar, áhugamanns um stjörnufræði og eins harðasta umhverfisverndarsinna Íslands, var á dagskrá Ríkissjónvarpsins í gær en fellur í afar grýtta jörð hjá sauðfjárbændum. Umfjöllunarefni Sævars í þætti gærkvöldsins var gróðurlaust land á Íslandi og ljóst mátti vera hver helsti sökudólgurinn er: sauðkindin. Þátturinn er með þeim hætti að hann gekk fram af bændum ef marka má viðbrögð þeirra í gærkvöldi. Alltaf skal vera rolla í rofabarði Ágústa Ágústsdóttir bóndi deilir tengli á þáttinn í Facebook-hópnum Sauðfjárbændur og lætur eftirfarandi orðsendingu fylgja: „Hef sjaldan horft á jafn mikinn áróður gagnvart bændum og sauðkind. Fauk verulega í mig við þessa verulega skökku umfjöllun,“ segir Ágústa og spyr hvað menn hafi eiginlega um þetta að segja? Og þó sumir lýsi því yfir að þeir séu hreinlega orðlausir hafa bændur sannarlega sitthvað um þetta að segja og eru á einu máli um að þarna hafi verið farið offari í dagskrárgerð. Bændum brá heldur betur í brún þegar Sævar reif upp sitthvort lambalærið úr kæliborði matvöruverslunar og fór að tala um kolefnisspor.skjáskot „Og alltaf þegar um þessi mál er fjallað er sýnd mynd af rollu í rofabarði!“ segir Aðalbjörg Bjarnadóttir. Ágústa segir að um ótrúlega framsetningu sé að ræða og það sé búið að innprenta þetta svo inn í huga fólks að „í hvert sinn sem minnst er á kind þá birtist þessi mynd í huga þess. Þetta er markviss sálfræðiáróður.“ Hvar er hann nú, talsmaður bænda? Guðríður Magnúsdóttir telur að veðrátta, frost, þýða, vindur eigi mestan þátt í svona eyðingu en sauðkindin viðheldur ástandinu. Þórður Mar Þorsteinsson telur að Veiðivatnaeldgos 1477 hafi ekki valdið minni skaða á íslenskum hálendisgróðri en sauðkindin nokkurn. Og Baldur Grétarsson spyr hvers vegna sauðfjárbændur geri ekki ámóta þætti til að halda sínu fram og verja tilvist hinnar frjálsu, íslensku sauðkindar og auglýsa um leið hreinasta og besta kjöt í heimi. Hér hafa bara verið nefnd fáein dæmi af mörgum um grama bændur eftir dagskrá Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Og Hilmar Jón Kristinsson spyr hvar hann sé nú, talsmaður bænda? „Sem bændum sárvantar til að svara svona helvítis rugli eins og í RÚV í kvöld.“ Umhverfismál Landbúnaður Fjölmiðlar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Umfjöllunarefni Sævars í þætti gærkvöldsins var gróðurlaust land á Íslandi og ljóst mátti vera hver helsti sökudólgurinn er: sauðkindin. Þátturinn er með þeim hætti að hann gekk fram af bændum ef marka má viðbrögð þeirra í gærkvöldi. Alltaf skal vera rolla í rofabarði Ágústa Ágústsdóttir bóndi deilir tengli á þáttinn í Facebook-hópnum Sauðfjárbændur og lætur eftirfarandi orðsendingu fylgja: „Hef sjaldan horft á jafn mikinn áróður gagnvart bændum og sauðkind. Fauk verulega í mig við þessa verulega skökku umfjöllun,“ segir Ágústa og spyr hvað menn hafi eiginlega um þetta að segja? Og þó sumir lýsi því yfir að þeir séu hreinlega orðlausir hafa bændur sannarlega sitthvað um þetta að segja og eru á einu máli um að þarna hafi verið farið offari í dagskrárgerð. Bændum brá heldur betur í brún þegar Sævar reif upp sitthvort lambalærið úr kæliborði matvöruverslunar og fór að tala um kolefnisspor.skjáskot „Og alltaf þegar um þessi mál er fjallað er sýnd mynd af rollu í rofabarði!“ segir Aðalbjörg Bjarnadóttir. Ágústa segir að um ótrúlega framsetningu sé að ræða og það sé búið að innprenta þetta svo inn í huga fólks að „í hvert sinn sem minnst er á kind þá birtist þessi mynd í huga þess. Þetta er markviss sálfræðiáróður.“ Hvar er hann nú, talsmaður bænda? Guðríður Magnúsdóttir telur að veðrátta, frost, þýða, vindur eigi mestan þátt í svona eyðingu en sauðkindin viðheldur ástandinu. Þórður Mar Þorsteinsson telur að Veiðivatnaeldgos 1477 hafi ekki valdið minni skaða á íslenskum hálendisgróðri en sauðkindin nokkurn. Og Baldur Grétarsson spyr hvers vegna sauðfjárbændur geri ekki ámóta þætti til að halda sínu fram og verja tilvist hinnar frjálsu, íslensku sauðkindar og auglýsa um leið hreinasta og besta kjöt í heimi. Hér hafa bara verið nefnd fáein dæmi af mörgum um grama bændur eftir dagskrá Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Og Hilmar Jón Kristinsson spyr hvar hann sé nú, talsmaður bænda? „Sem bændum sárvantar til að svara svona helvítis rugli eins og í RÚV í kvöld.“
Umhverfismál Landbúnaður Fjölmiðlar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira