Lífið

Sænski prinsinn kominn með nafn

Sylvía Hall skrifar
Sofía prinsessa og Karl Filippus eignuðust þriðja soninn í vikunni.
Sofía prinsessa og Karl Filippus eignuðust þriðja soninn í vikunni. Getty/Michael Campanella

Þriðji sonur Sofíu prinsessu og Karls Filippus prins er kominn með nafn. Drengurinn heitir Julian Herbert Folke og verður hertoginn af Halland.

Frá þessu er greint á vef sænska ríkissjónvarpsins

Nafnið var tilkynnt á ríkisstjórnarfundi skömmu eftir fæðinguna, en sökum kórónuveirufaraldursins var aðeins Karl Gústaf konungur, forsætisráðherrann Stefan Löfven og fáir aðrir ráðherrar viðstaddir.

Julian kom í heiminn á föstudag klukkan 11:19 að sænskum tíma en hjónin tilkynntu óléttuna í desember síðastliðnum. Greindust þau bæði með kórónuveiruna á meðgöngunni.

Julian er áttunda barnabarn Karls Gústafs og Silvíu drottningar og er sjöundi í röðinni að krúnunni. Fyrir áttu Sofía og Karl Filippus synina Alexander, fjögurra ára, og Gabríel sem er þriggja ára.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×