Fótbolti

Brast í grát eftir að hafa slegið 67 ára gamalt met

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Markinu sögulega fagnað.
Markinu sögulega fagnað. vísir/Getty

Aleksandar Mitrovic varð í gærkvöldi markahæsti leikmaður serbneska landsliðsins frá upphafi.

Hinn 26 ára gamli Mitrovic gerði fyrra mark Serba í endurkomunni gegn Portúgal en leiknum lauk með 2-2 jafntefli eftir að Portúgal hafði komist í 0-2.

Þetta var 39.mark Mitrovic fyrir serbneska landsliðið og sló hann þar með met Stjepan Bobek sem hafði staðið frá árinu 1954. 

Partizan goðsögnin Bobek skoraði 38 mörk fyrir Júgóslavíu á árunum 1946-1956.

Mitrovic, sem leikur fyrir enska úrvalsdeildarliðið Fulham, hefur skorað mörkin 39 í 63 leikjum fyrir Serba en hann hóf að leika fyrir A-landsliðið árið 2013, þá 19 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×