Þjálfari Dana spenntur fyrir undrabarninu Faghir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. mars 2021 07:01 Wahid Faghir [t.v.] fagnar marki sínu fyrir Vejle gegn SønderjyskE í febrúar á þessu ári. Lars Ronbog/Getty Images Kasper Hjulmand. þjálfari danska A-landsliðsins í knattspyrnu, er mjög spenntur að sjá hinn 17 ára Wahid Faghir í treyju danska landsliðsins og vonast til að þessi ungi leikmaður ákveði að spila fyrir Dani um ókomna tíð. Faghir – sem er yngsti leikmaðurinn á EM U-21 árs landsliða sem nú fer fram – skráði sig í sögubækurnar er Danir gerðu sér lítið fyrir og unnu Frakka 1-0 í fyrsta leik liðanna á mótinu. Faghir byrjaði leikinn og varð þar með yngsti leikmaður til að byrja leik á EM U-21 árs landsliða frá upphafi. Faghir var á sama lista og Ísak Bergmann Jóhannesson hjá The Athletic. Íþróttavefurinn nefndi þar tíu áhugaverða leikmenn sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Hjulmand vonar að Faghir velji danska landsliðið en leikmaðurinn á rætur að rekja til Afganistan en foreldrar hans flúðu harðstjórn Talíbana skömmu eftir aldamót og enduðu í Danmörku þar sem Faghir er fæddur. Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, er spenntur að sjá hvað hinn ungi og efnilegi Faghir gerir á næstu árum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe „Auðvitað vonast ég til þess að Faghir velji danska landsliðið. Ég hef fylgst með uppgangi hans í yngri landsliðunum þar sem ég hef einnig starfað svo ég hef séð mikið af Wahid,“ sagði Hjulmand í viðtali sem birtist á Bold.dk. „Ég tel hann vera frábæran framherja sem getur gert smá af öllu. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum. Auðvitað trúi ég sem og vona að hann haldi áfram þróun sinni og að hann haldi áfram að bæta sig innan okkar kerfis. Það er enn langur vegur frá því stigi sem hann er á nú og upp í næsta [frá U-21 upp í A-landsliðið] en hann er svo sannarlega spennandi leikmaður.“ Þá hrósaði Hjulmand einnig U-21 árs landsliði Dana fyrir sigurinn á Frökkum og þá sérstaklega fyrir sigurmark leiksins en það var einnig eina mark leiksins. Danir léku boltanum vel sín á milli frá aftasta manni sem endaði með einkar laglegu marki. França favorita no sub-21? A Dinamarca não acha! Deu duro: Dreyer fez o gol da vitória pic.twitter.com/Mk4B2H5Ylo— Leonardo Bertozzi (@lbertozzi) March 25, 2021 Danmörk og Ísland mætast á EM U-21 árs landsliða á morgun, sunnudag, klukkan 13.00. Danmörk vann Frakkland 1-0 í fyrstu umferð riðlakeppninnar á meðan Ísland steinlá 4-1 gegn Rússlandi. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Sjá meira
Faghir – sem er yngsti leikmaðurinn á EM U-21 árs landsliða sem nú fer fram – skráði sig í sögubækurnar er Danir gerðu sér lítið fyrir og unnu Frakka 1-0 í fyrsta leik liðanna á mótinu. Faghir byrjaði leikinn og varð þar með yngsti leikmaður til að byrja leik á EM U-21 árs landsliða frá upphafi. Faghir var á sama lista og Ísak Bergmann Jóhannesson hjá The Athletic. Íþróttavefurinn nefndi þar tíu áhugaverða leikmenn sem vert væri að fylgjast með á mótinu. Hjulmand vonar að Faghir velji danska landsliðið en leikmaðurinn á rætur að rekja til Afganistan en foreldrar hans flúðu harðstjórn Talíbana skömmu eftir aldamót og enduðu í Danmörku þar sem Faghir er fæddur. Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, er spenntur að sjá hvað hinn ungi og efnilegi Faghir gerir á næstu árum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe „Auðvitað vonast ég til þess að Faghir velji danska landsliðið. Ég hef fylgst með uppgangi hans í yngri landsliðunum þar sem ég hef einnig starfað svo ég hef séð mikið af Wahid,“ sagði Hjulmand í viðtali sem birtist á Bold.dk. „Ég tel hann vera frábæran framherja sem getur gert smá af öllu. Það verður mjög spennandi að fylgjast með honum. Auðvitað trúi ég sem og vona að hann haldi áfram þróun sinni og að hann haldi áfram að bæta sig innan okkar kerfis. Það er enn langur vegur frá því stigi sem hann er á nú og upp í næsta [frá U-21 upp í A-landsliðið] en hann er svo sannarlega spennandi leikmaður.“ Þá hrósaði Hjulmand einnig U-21 árs landsliði Dana fyrir sigurinn á Frökkum og þá sérstaklega fyrir sigurmark leiksins en það var einnig eina mark leiksins. Danir léku boltanum vel sín á milli frá aftasta manni sem endaði með einkar laglegu marki. França favorita no sub-21? A Dinamarca não acha! Deu duro: Dreyer fez o gol da vitória pic.twitter.com/Mk4B2H5Ylo— Leonardo Bertozzi (@lbertozzi) March 25, 2021 Danmörk og Ísland mætast á EM U-21 árs landsliða á morgun, sunnudag, klukkan 13.00. Danmörk vann Frakkland 1-0 í fyrstu umferð riðlakeppninnar á meðan Ísland steinlá 4-1 gegn Rússlandi.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Enski boltinn Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Í beinni: Valur - Inter | Mæta ítölsku veldi með íslensku ívafi Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Sjá meira