Fótbolti

Tveir nýliðar í fyrsta landsliðshópi Þorsteins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hafrún Rakel Halldórsdóttir er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir er í fyrsta sinn í íslenska landsliðshópnum. vísir/bára

Tveir nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu sem mætir Ítalíu í vináttulandsleik 13. apríl. Þetta er fyrsti hópurinn sem Þorsteinn Halldórsson velur eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari.

Markvörðurinn Telma Ívarsdóttir og varnarmaðurinn Hafrún Rakel Halldórsdóttir eru nýliðar í íslenska hópnum. Þær leika báðar með Breiðabliki.

Í íslenska hópnum eru 23 leikmenn. Hópinn má sjá hér fyrir neðan.

Telma, sem verður 22 ára á þriðjudaginn, lék á láni hjá FH á síðasta tímabili. Hafrún, sem er átján ára, lék alla fimmtán leiki Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Hún er uppalinn hjá Aftureldingu og lék með liðinu í þrjú ár áður en hún fór til Breiðabliks.

Ingibjörg Sigurðardóttir er ekki í landsliðshópnum vegna strangra sóttvarnareglna í Noregi þar sem hún leikur.

Berglind Rós Ágústsdóttir kemur aftur inn í íslenska hópinn en hún gekk til liðs við Örebro í Svíþjóð frá Fylki í vetur. Berglind hefur leikið einn A-landsleik. Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Djurgården, kemur einnig aftur inn í landsliðið eftir nokkurt hlé.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir snýr sömuleiðis aftur í landsliðið en hún missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla.

Beina útsendingu frá blaðamannafundinum má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×