Innlent

Birta þrí­víddar­líkan af eld­gosinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skjáskot af þrívíddarlíkani Eflu.
Skjáskot af þrívíddarlíkani Eflu. Skjáskot/Efla

Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni.

Fram kemur í tilkynningu frá Eflu um líkanið að sérfræðingar stofunnar hafi flogið dróna kringum strýtuna sem myndast hefur við gosið á þriðjudag. Með drónum er hægt að meta breytingar á svæðinu, vakta jarðlög – og setja gögn fram í þrívíðu kortalíkani, eins og gert er hér.

Þá kemur fram í tilkynningu Eflu að aðstæður til myndmælinga hafi verið nokkuð góðar, þó að reykurinn frá gosinu hafi stundum hulið strýtuna.

Líkanið má sjá hér fyrir ofan en hægt er að þysja inn og út á myndinni og færa myndina til að skoða gosið frá mismunandi sjónarhornum.


Tengdar fréttir

Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs

Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit.

Gossvæðinu lokað í kvöld

Svæðinu við eldgosið í Geldingadal hefur verið lokað í kvöld vegna versnandi veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum á níunda tímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×