„Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. mars 2021 19:06 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra Vísir/Sigurjón Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglastjóra segir áhyggjuefni að komið sé upp nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hafi ekki fundist við landamæraskimun. Þá hvetur hann fólk til að ferðast innanhúss um páskana. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir erfitt að segja til um hvað hafi valdið því að svo mörg kórónuveirusmit hafi komið upp síðustu daga. „Þetta var bara slys. Þetta getur gerst, þegar það er heimsfaraldur í gangi. Við höfum alltaf talað um að þetta muni ganga í hæðum og lægðum,“ segir Rögnvaldur. Enn hefur ekki verið hægt að rekja hvar hópsmitið sem kom upp um síðustu helgi hófst en um er að ræða breska afbrigði kórónuveirunnar en þó ekki það sama og kom upp fyrr í mánuðinum. „Það er áhyggjuefni að við séum komin með veiru af stað hér innanlands sem við höfum ekki fundið við landamæraskimun. Það er ekki augljóst hver ástæðan er og við erum að fara yfir það með smitrakningarteyminu okkar,“ segir hann. Fjölmenni hefur verið á Reykjanesi eftir að fór að gjósa þar. Rögnvaldur segir að verið sé að skoða hvernig tekið verður á fjöldatakmörkunum þar. „Eldgosið einfaldar ekki málið og við erum að reyna að finna lausn á því hvernig hægt sé að koma öllu þessu fólki þarna fyrir. Þá erum við að vinna með hópferðafyrirtækjum sem ætla að keyra fólk á staðinn en þar þarf að taka tillit til tíu manna samkomutakmarkana,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir að nú verði fólk að gera eins og um páskanna í fyrra þegar fólk var hvatt til að ferðast innanhúss. „Við höfum verið áður í þessari stöðu, við kunnum þetta. Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. 24. mars 2021 18:13 Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 „Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. 24. mars 2021 13:22 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir erfitt að segja til um hvað hafi valdið því að svo mörg kórónuveirusmit hafi komið upp síðustu daga. „Þetta var bara slys. Þetta getur gerst, þegar það er heimsfaraldur í gangi. Við höfum alltaf talað um að þetta muni ganga í hæðum og lægðum,“ segir Rögnvaldur. Enn hefur ekki verið hægt að rekja hvar hópsmitið sem kom upp um síðustu helgi hófst en um er að ræða breska afbrigði kórónuveirunnar en þó ekki það sama og kom upp fyrr í mánuðinum. „Það er áhyggjuefni að við séum komin með veiru af stað hér innanlands sem við höfum ekki fundið við landamæraskimun. Það er ekki augljóst hver ástæðan er og við erum að fara yfir það með smitrakningarteyminu okkar,“ segir hann. Fjölmenni hefur verið á Reykjanesi eftir að fór að gjósa þar. Rögnvaldur segir að verið sé að skoða hvernig tekið verður á fjöldatakmörkunum þar. „Eldgosið einfaldar ekki málið og við erum að reyna að finna lausn á því hvernig hægt sé að koma öllu þessu fólki þarna fyrir. Þá erum við að vinna með hópferðafyrirtækjum sem ætla að keyra fólk á staðinn en þar þarf að taka tillit til tíu manna samkomutakmarkana,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir að nú verði fólk að gera eins og um páskanna í fyrra þegar fólk var hvatt til að ferðast innanhúss. „Við höfum verið áður í þessari stöðu, við kunnum þetta. Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. 24. mars 2021 18:13 Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 „Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. 24. mars 2021 13:22 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. 24. mars 2021 18:13
Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09
„Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. 24. mars 2021 13:22