„Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. mars 2021 19:06 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra Vísir/Sigurjón Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglastjóra segir áhyggjuefni að komið sé upp nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hafi ekki fundist við landamæraskimun. Þá hvetur hann fólk til að ferðast innanhúss um páskana. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir erfitt að segja til um hvað hafi valdið því að svo mörg kórónuveirusmit hafi komið upp síðustu daga. „Þetta var bara slys. Þetta getur gerst, þegar það er heimsfaraldur í gangi. Við höfum alltaf talað um að þetta muni ganga í hæðum og lægðum,“ segir Rögnvaldur. Enn hefur ekki verið hægt að rekja hvar hópsmitið sem kom upp um síðustu helgi hófst en um er að ræða breska afbrigði kórónuveirunnar en þó ekki það sama og kom upp fyrr í mánuðinum. „Það er áhyggjuefni að við séum komin með veiru af stað hér innanlands sem við höfum ekki fundið við landamæraskimun. Það er ekki augljóst hver ástæðan er og við erum að fara yfir það með smitrakningarteyminu okkar,“ segir hann. Fjölmenni hefur verið á Reykjanesi eftir að fór að gjósa þar. Rögnvaldur segir að verið sé að skoða hvernig tekið verður á fjöldatakmörkunum þar. „Eldgosið einfaldar ekki málið og við erum að reyna að finna lausn á því hvernig hægt sé að koma öllu þessu fólki þarna fyrir. Þá erum við að vinna með hópferðafyrirtækjum sem ætla að keyra fólk á staðinn en þar þarf að taka tillit til tíu manna samkomutakmarkana,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir að nú verði fólk að gera eins og um páskanna í fyrra þegar fólk var hvatt til að ferðast innanhúss. „Við höfum verið áður í þessari stöðu, við kunnum þetta. Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. 24. mars 2021 18:13 Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 „Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. 24. mars 2021 13:22 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir erfitt að segja til um hvað hafi valdið því að svo mörg kórónuveirusmit hafi komið upp síðustu daga. „Þetta var bara slys. Þetta getur gerst, þegar það er heimsfaraldur í gangi. Við höfum alltaf talað um að þetta muni ganga í hæðum og lægðum,“ segir Rögnvaldur. Enn hefur ekki verið hægt að rekja hvar hópsmitið sem kom upp um síðustu helgi hófst en um er að ræða breska afbrigði kórónuveirunnar en þó ekki það sama og kom upp fyrr í mánuðinum. „Það er áhyggjuefni að við séum komin með veiru af stað hér innanlands sem við höfum ekki fundið við landamæraskimun. Það er ekki augljóst hver ástæðan er og við erum að fara yfir það með smitrakningarteyminu okkar,“ segir hann. Fjölmenni hefur verið á Reykjanesi eftir að fór að gjósa þar. Rögnvaldur segir að verið sé að skoða hvernig tekið verður á fjöldatakmörkunum þar. „Eldgosið einfaldar ekki málið og við erum að reyna að finna lausn á því hvernig hægt sé að koma öllu þessu fólki þarna fyrir. Þá erum við að vinna með hópferðafyrirtækjum sem ætla að keyra fólk á staðinn en þar þarf að taka tillit til tíu manna samkomutakmarkana,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir að nú verði fólk að gera eins og um páskanna í fyrra þegar fólk var hvatt til að ferðast innanhúss. „Við höfum verið áður í þessari stöðu, við kunnum þetta. Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. 24. mars 2021 18:13 Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 „Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. 24. mars 2021 13:22 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. 24. mars 2021 18:13
Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09
„Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. 24. mars 2021 13:22