Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 18:13 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. Innanlandssmitum hefur farið fjölgandi síðustu daga og kynnti ríkisstjórnin verulega hertar sóttvarnaraðgerðir á blaðamannafundi í dag sem taka gildi á miðnætti. „Ég held að þetta sýni okkur kannski fyrst og fremst, alveg eins og síðastliðið haust, að það sem að skiptir langmestu máli er að við hér innanlands virðum sóttvarnarreglurnar, höldum fjarlægð, notum grímur, hættum að sækja fólkið okkar á flugvöllinn heldur hleypum þeim í sóttkvína og förum eftir reglunum sem okkur eru settar. Það er held ég númer eitt,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þó að einhver smit komi inn í gegnum landamæri þá eru það náttúrlega við hér innanlands sem sjáum um að dreifa þeim með óvarlegum hætti“ sagði Jóhannes. „Þannig að ég held að þetta sé eins og alltaf, í fyrri bylgjum, risastór áminning til okkar um að þetta er ekki búið og við þurfum að passa okkur hér sjálf.“ Hann segir þó eðlilegt að fólk ræði það hvernig fyrirkomulag sé haft uppi við landamærin. Honum þyki þó ekki eðlilegt að setja hertar aðgerðir og þá stöðu sem upp er komin nú í samhengi við þær reglur sem taka eiga að óbreyttu gildi á landamærum 1. maí og áform um að hleypa bólusettum sem koma frá ríkjum utan Schengen til landsins. „Þetta hefur náttúrlega ekkert með það að gera. Þetta er eitthvað sem er komið fyrr inn og er ekki nein bein afleiðing af því enda er það ekki byrjað að hafa áhrif,“ segir Jóhannes Þór. „Bólusettir Bretar eru ekkert minna bólusettir en bólusettir Þjóðverjar,“ segir Jóhannes Þór, spurður hvort hann taki undir hugmyndir sóttvarnalæknis um að allir sem komi til landsins fari í að minnsta kosti eina skimun, jafnvel þótt þeir hafi verið bólusettir eða séu með mótefni. „Ef að það kemur í ljós að það sé einhver stór hætta af fólki sem er þegar orðið bólusett þá verður náttúrlega að skoða það,“ segir Jóhannes Þór. Viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Innanlandssmitum hefur farið fjölgandi síðustu daga og kynnti ríkisstjórnin verulega hertar sóttvarnaraðgerðir á blaðamannafundi í dag sem taka gildi á miðnætti. „Ég held að þetta sýni okkur kannski fyrst og fremst, alveg eins og síðastliðið haust, að það sem að skiptir langmestu máli er að við hér innanlands virðum sóttvarnarreglurnar, höldum fjarlægð, notum grímur, hættum að sækja fólkið okkar á flugvöllinn heldur hleypum þeim í sóttkvína og förum eftir reglunum sem okkur eru settar. Það er held ég númer eitt,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þó að einhver smit komi inn í gegnum landamæri þá eru það náttúrlega við hér innanlands sem sjáum um að dreifa þeim með óvarlegum hætti“ sagði Jóhannes. „Þannig að ég held að þetta sé eins og alltaf, í fyrri bylgjum, risastór áminning til okkar um að þetta er ekki búið og við þurfum að passa okkur hér sjálf.“ Hann segir þó eðlilegt að fólk ræði það hvernig fyrirkomulag sé haft uppi við landamærin. Honum þyki þó ekki eðlilegt að setja hertar aðgerðir og þá stöðu sem upp er komin nú í samhengi við þær reglur sem taka eiga að óbreyttu gildi á landamærum 1. maí og áform um að hleypa bólusettum sem koma frá ríkjum utan Schengen til landsins. „Þetta hefur náttúrlega ekkert með það að gera. Þetta er eitthvað sem er komið fyrr inn og er ekki nein bein afleiðing af því enda er það ekki byrjað að hafa áhrif,“ segir Jóhannes Þór. „Bólusettir Bretar eru ekkert minna bólusettir en bólusettir Þjóðverjar,“ segir Jóhannes Þór, spurður hvort hann taki undir hugmyndir sóttvarnalæknis um að allir sem komi til landsins fari í að minnsta kosti eina skimun, jafnvel þótt þeir hafi verið bólusettir eða séu með mótefni. „Ef að það kemur í ljós að það sé einhver stór hætta af fólki sem er þegar orðið bólusett þá verður náttúrlega að skoða það,“ segir Jóhannes Þór. Viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira