Lífið

Daníel Ágúst syngur um frelsið sem er svo yndislegt

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Daníel Ágúst var gestur Ingó síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg á Stöð 2. 
Daníel Ágúst var gestur Ingó síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg á Stöð 2.  Skjáskot

Enginn annar en tónlistargoðið Daníel Ágúst var gestur Ingó síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg. 

Söngkonurnar Ágústa Ósk og Ragna Björg voru Daníel innan handar í flutningi á vinsælustu smellum hans í gegnum glæstan tónlistarferil. 

Það eru fáir sem lifa sig eins mikið inní tónlistina og Daníel sem mátti greinilega sjá á líflegri og skemmtilegri sviðsframkomu. 

Eitt af frægari lögum hljómsveitarinnar Nýdanskrar er án efa lagið Frelsið sem kom út árið 1990 á plötunni Regnbogaland. 

Í ljósi atburða dagsins er kannski ekki óvitlaust að raula viðlagið og láta sér dreyma um frelsið sem er vonandi ekki svo langt í burtu. 

Klippa: Frelsið er yndislegt - Daníel Ágúst

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti Í kvöld er gigg á Stöð 2+


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×