Innlent

Kröftugra rennsli í öðrum af litlu gígunum tveimur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarminn og mökkurinn frá gosinu sást víða mjög vel á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi.
Bjarminn og mökkurinn frá gosinu sást víða mjög vel á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hvorki hafi opnast ný sprunga á eldstöðvunum í Geldingadal né nýr gígur.

Hins vegar virðist sem hraunrennslið í öðrum af minni gígunum tveimur hafi orðið kröftugra og spurning hvort gígarnir tveir hafi sameinast í einn stærri.

„Þetta voru upphaflega þrír gígar, þessi stóri og tveir litlir. Svo allt í einu í gær þá fór annar þessi minni að verða kröftugri þannig að það kemur í ljós í dag hvort þeir hafi sameinast í einn,“ segir Sigþrúður.

Annars sé staðan í gosinu svipuð og verið hefur. Frá miðnætti hafa svo mælst 114 jarðskjálftar á Reykjanesskaga en þeir hafa allir verið í minni kantinum.

Stríður straumur fólks var að gosstöðvunum í gær en eftir klukkan 17 var svæðinu lokað og það rýmt vegna hættu á gasmengun þegar vindur datt niður.

Rætt var um það að í staðan í dag gæti orðið svipuð og því ekki ráðlagt að leggja í göngu til að berja gosið augum. Sigþrúður segir stöðuna án efa verða metna nú í morgunsárið með tilliti til veðurspárinnar og hvort óhætt sé þá að opna svæðið á ný. Almannavarnir taki ákvörðun um það.

Búið sé að koma veðurstöð fyrir á gosstöðvunum og eins og staðan sé akkúrat núna í morgunsárið þá mælist vindur átta til níu metrar á sekúndu og allt að ellefu metrar á sekúndu í hviðum.

Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu RÚV frá gosstöðvum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×