Innlent

Gunnar Örn nýr lögreglustjóri á Vesturlandi

Eiður Þór Árnason skrifar
Gunnar Örn var yfirmaður ákærusviðs við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi og staðgengill lögreglustjóra frá árinu 2015.
Gunnar Örn var yfirmaður ákærusviðs við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi og staðgengill lögreglustjóra frá árinu 2015. Stjórnarráðið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, í embætti lögreglustjórans á Vesturlandi frá 7. apríl næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Kemur hann í stað Úlfars Lúðvíkssonar sem hætti í fyrra þegar hann var skipaður í stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Gunnar Örn var frá árinu 2015 yfirmaður ákærusviðs við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi og staðgengill lögreglustjóra, þar til að hann tók við embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra árið 2017. 

Gunnar Örn útskrifaðist sem lögfræðingur árið 2003. Hann starfaði sem löglærður fulltrúi sýslumannsins á Selfossi frá 2004 til ársins 2014, þar af sem staðgengill sýslumanns frá 2008.

Þrír um­sækj­endur voru um em­bætti lög­reglu­stjórans á Vestur­landi en um­sóknar­frestur rann út 14. desember. Auk Gunnars sóttu Arn­fríður Gígja Arn­gríms­dóttir að­stoðar­sak­sóknari og Birgir Jónas­son, lög­lærður full­trúi í greiningar­deild ríkis­lög­reglu­stjóra og stunda­kennari við Há­skólann á Akur­eyri, um stöðuna.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×