Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. mars 2021 12:10 Eldgos við Fagradallsfjall. RAX Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. Um tveggja kílómetra bílaröð við Grindavík er til marks um þann mikla fjölda fólks sem hyggst freista þess að berja eldgosið í Geldingadal augum nú þegar veðrið hefur gengið niður. Náttúruvársérfræðingar hafa þó áhyggjur af gasmengun því í hægviðri ná skaðlegar gastegundir frekar að safnast fyrir í dölum og dældum. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur var spurð hvort óhætt sé að vera nálægt eldgosinu í dag. „Eins og er ætti að vera allt í lagi að vera þar á ferðinni núna en miðað við spána seinni partinn í kvöld og á morgun þá mælum við alls ekki með því að fólk sé þarna í kvöld og að fólk sem er á svæðinu komi sér frá í síðasta lagi um fimmleytið og að enginn sé á leiðinni á svæðið eftir þann tíma. Fólk verður að halda sér uppi á hæðum og alls ekki fara niður í dali eða dældir.“ Ein lofttegundin lyktar-og litlaus Nýjasta veðurspáin gerir ráð fyrir að vindstyrkur gæti jafnvel farið undir þrjá metra á sekúndu síðdegis og því sé alls ekki sniðugt að vera nálægt eldstöðvunum á þeim tíma. Vísindamenn hafa aðallega áhyggjur af þremur gastegundum. Ein þeirra, kolmónoxíð, er sérstaklega lúmsk. Hún er eitruð lofttegund sem er lyktar- og litlaus. „Við sjáum hana ekki og finnum ekki lyktina af henni og það getur verið mjög hættulegt“ Í þessum töluðu orðum eru fulltrúar Veðurstofunnar við gasmælingar í Geldingadal. Bryndís segir að niðurstöður muni sennilega ekki liggja fyrir fyrr en seinni partinn í dag eða kvöld þegar þeir hafa náð að vinna úr gögnum sínum. Staðan getur breyst hratt og því vissara að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum. Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 Löng bílaröð á slóðum gossins Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall. 23. mars 2021 10:50 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Um tveggja kílómetra bílaröð við Grindavík er til marks um þann mikla fjölda fólks sem hyggst freista þess að berja eldgosið í Geldingadal augum nú þegar veðrið hefur gengið niður. Náttúruvársérfræðingar hafa þó áhyggjur af gasmengun því í hægviðri ná skaðlegar gastegundir frekar að safnast fyrir í dölum og dældum. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur var spurð hvort óhætt sé að vera nálægt eldgosinu í dag. „Eins og er ætti að vera allt í lagi að vera þar á ferðinni núna en miðað við spána seinni partinn í kvöld og á morgun þá mælum við alls ekki með því að fólk sé þarna í kvöld og að fólk sem er á svæðinu komi sér frá í síðasta lagi um fimmleytið og að enginn sé á leiðinni á svæðið eftir þann tíma. Fólk verður að halda sér uppi á hæðum og alls ekki fara niður í dali eða dældir.“ Ein lofttegundin lyktar-og litlaus Nýjasta veðurspáin gerir ráð fyrir að vindstyrkur gæti jafnvel farið undir þrjá metra á sekúndu síðdegis og því sé alls ekki sniðugt að vera nálægt eldstöðvunum á þeim tíma. Vísindamenn hafa aðallega áhyggjur af þremur gastegundum. Ein þeirra, kolmónoxíð, er sérstaklega lúmsk. Hún er eitruð lofttegund sem er lyktar- og litlaus. „Við sjáum hana ekki og finnum ekki lyktina af henni og það getur verið mjög hættulegt“ Í þessum töluðu orðum eru fulltrúar Veðurstofunnar við gasmælingar í Geldingadal. Bryndís segir að niðurstöður muni sennilega ekki liggja fyrir fyrr en seinni partinn í dag eða kvöld þegar þeir hafa náð að vinna úr gögnum sínum. Staðan getur breyst hratt og því vissara að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 Löng bílaröð á slóðum gossins Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall. 23. mars 2021 10:50 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41
Löng bílaröð á slóðum gossins Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall. 23. mars 2021 10:50
Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27