Hannes lýtalæknir: „Maður er að skapa eitthvað“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. mars 2021 06:01 Hannes Sigurjónsson ræddi lýtalækningar við Heiði Ósk og Ingunni Sig í HI beauty hlaðvarp. Samsett/Egill Aðalsteinsson-Vilhelm Gunnarsson „Að vera lýtalæknir, maður er hálfgerður listamaður. Það fer mikil orka og pælingar í það að fá sem fullkomnustu útkomu,“ segir Hannes Sigurjónsson lýtalæknir á Dea Medica. Hann segir að það hafi verið aukning í lýtalækningum hér á landi í Covid. Fyrstu árin í lýtalækningum var Hannes mest í uppbyggingaraðgerðum en síðustu fimm ár hefur hann líka verið í fegrunarlækningum. „Maður er að skapa eitthvað“ segir Hannes meðal annars um helstu kostina við starfið sitt. Hann var gestur Ingunnar Sig og Heiðar Óskar í HI beauty hlaðvarp. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér neðar í fréttinni. Meira en 17 ár í háskóla Hannes segir að starf lýtalæknis hér á landi sé fjölbreytt og skemmtilegt en háskólanámið hans tók þó meira en 17 ár. „Fyrst þarf maður að fara í læknanám eftir menntaskóla og það er sex ár. Sjöunda árið er kandídatsár sem allir þurfa að fara í gegnum til að fá læknaleyfi. Síðan tekur við sérnámið og þá velur maður sérgrein og ég valdi lýtalækningar og þar er sérnámið svona fimm og hálft eða sex ár. Þannig að þá erum við komin upp í þrettán eða fjórtán ár og síðan fór ég áfram í doktorsnám, PhD í læknisfræði og það er fjögur ár.“ Hann segir að þetta sé samt ekki þannig að hann hafi eingöngu setið á skólabekk í allan þennan tíma. „Strax eftir fimmta árið í læknisfræðinni er maður farinn að vinna sem læknir.“ Hannes segir að sumar flóknu aðgerðirnar sem hann hafi tekið þátt í á ferlinum hafi teygt sig upp í tólf til fjórtán tíma. „Það getur verið erfitt, maður kannski rétt skýst út til að hella í sig kaffibolla og samloku og pissa.“ Algengustu aðgerðirnar sem Hannes gerir í dag eru brjóstastækkun, brjóstalyfting, augnlokaaðgerð og svuntuaðgerðir.Getty/ PhotoAlto-Alix Minde Samfélagsmiðlarnir hafa áhrif Aðspurður um hvernig lýtalækningar hafa síðustu ár svarar Hannes: „Helsta breytingin sem maður finnur fyrir í fegrunarlækningaheiminum er hvað sjúklingarnir eða skjólstæðingarnir sem leita til mín og okkar lýtalækna eru betur upplýstir. Það er engin spurning að samfélagsmiðlar og internetið hafa fært lýtalækningar miklu nær fólki.“ Erlendis er töluvert um að sýnt sé frá fegrunaraðgerðum á samfélagsmiðlum. Hannes segir að á Íslandi séu strangari reglur um sýningu myndbanda frá slíkum aðgerðum. „Ísland er lítið land og það þarf kannski lítið til að fólk þekkist þó að það sé ekki verið að sýna andlit,“ útskýrir Hannes. „Maður setur náttúrulega alltaf sjúklinginn í fyrsta sæti og hugsar fyrst og fremst um hann. Maður getur verið að setja sjúklinginn í erfiða stöðu ef maður er til dæmis farinn að biðja sjúklinginn: „Heyrðu má ég taka video og setja á Snapchat þessa aðgerð?“ Sjúklingurinn kann kannski ekki við að segja nei.“ Aukning í heimsfaraldrinum Algengustu aðgerðirnar sem hann gerir eru brjóstastækkun, brjóstalyfting, augnlokaaðgerð og svuntuaðgerðir. Hannes segir að það hafi orðið aukning í fegrunarlýtalækningum hér á landi síðustu tólf mánuði. „Við höfum fundið fyrir því við lýtalæknar á Íslandi. Það er kannski bara eðlileg skýring á því, fólk hefur meiri tíma, það er meira að vinna heima og hefur meiri tíma til að jafna sig.“ Hann segir að margir eigi hugsanlega líka meira á milli handanna þar sem minna er um ferðalög erlendis og annað slíkt og velji því að eyða meira í sjálfan sig. „Það hefur verið trendið þegar það dynur eitthvað svona yfir, eins og í hruninu þá gerðist þetta líka. Fólk hægir á sér og það fer að hugsa meira inn á við.“ Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan og á öllum helstu efnisveitum. Þar ræðir hann meðal annars um fylliefni, bótox, buttlift, Kendall Jenner og fleira tengt lýtaaðgerðum. Klippa: HI Beauty hlaðvarp - Dr. Hannes Sigurjónsson lýtalæknir Lýtalækningar HI beauty Tengdar fréttir Svona gerir Birgitta Líf sig til áður en hún fer út Áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir er lærður förðunarfræðingur en segist ekki vera mikið í því að breyta til og haldi sig yfirleitt við svipaða förðun. 11. febrúar 2021 13:00 „Ég notaði kókosolíu framan í mig og húðin mín stíflaðist“ Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir mætti í Snyrtiborðið með HI beauty og sagði frá öllum sínum uppáhalds snyrtivörum. Hún sagði frá því hvaða vörur hún notar alla daga og hvernig hún breytir til ef hún er að fara eitthvað sérstakt. 3. febrúar 2021 07:00 Notar alltaf primer svo förðunin endist út daginn „Venjulega þegar ræktin er opin þá byrja ég þar og kem svo hingað heim og græja mig eldsnöggt út og fer á fyrsta fund dagsins sem byrjar oftast ekki seinna en níu, stundum aðeins fyrr.“ 27. janúar 2021 08:01 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Fyrstu árin í lýtalækningum var Hannes mest í uppbyggingaraðgerðum en síðustu fimm ár hefur hann líka verið í fegrunarlækningum. „Maður er að skapa eitthvað“ segir Hannes meðal annars um helstu kostina við starfið sitt. Hann var gestur Ingunnar Sig og Heiðar Óskar í HI beauty hlaðvarp. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér neðar í fréttinni. Meira en 17 ár í háskóla Hannes segir að starf lýtalæknis hér á landi sé fjölbreytt og skemmtilegt en háskólanámið hans tók þó meira en 17 ár. „Fyrst þarf maður að fara í læknanám eftir menntaskóla og það er sex ár. Sjöunda árið er kandídatsár sem allir þurfa að fara í gegnum til að fá læknaleyfi. Síðan tekur við sérnámið og þá velur maður sérgrein og ég valdi lýtalækningar og þar er sérnámið svona fimm og hálft eða sex ár. Þannig að þá erum við komin upp í þrettán eða fjórtán ár og síðan fór ég áfram í doktorsnám, PhD í læknisfræði og það er fjögur ár.“ Hann segir að þetta sé samt ekki þannig að hann hafi eingöngu setið á skólabekk í allan þennan tíma. „Strax eftir fimmta árið í læknisfræðinni er maður farinn að vinna sem læknir.“ Hannes segir að sumar flóknu aðgerðirnar sem hann hafi tekið þátt í á ferlinum hafi teygt sig upp í tólf til fjórtán tíma. „Það getur verið erfitt, maður kannski rétt skýst út til að hella í sig kaffibolla og samloku og pissa.“ Algengustu aðgerðirnar sem Hannes gerir í dag eru brjóstastækkun, brjóstalyfting, augnlokaaðgerð og svuntuaðgerðir.Getty/ PhotoAlto-Alix Minde Samfélagsmiðlarnir hafa áhrif Aðspurður um hvernig lýtalækningar hafa síðustu ár svarar Hannes: „Helsta breytingin sem maður finnur fyrir í fegrunarlækningaheiminum er hvað sjúklingarnir eða skjólstæðingarnir sem leita til mín og okkar lýtalækna eru betur upplýstir. Það er engin spurning að samfélagsmiðlar og internetið hafa fært lýtalækningar miklu nær fólki.“ Erlendis er töluvert um að sýnt sé frá fegrunaraðgerðum á samfélagsmiðlum. Hannes segir að á Íslandi séu strangari reglur um sýningu myndbanda frá slíkum aðgerðum. „Ísland er lítið land og það þarf kannski lítið til að fólk þekkist þó að það sé ekki verið að sýna andlit,“ útskýrir Hannes. „Maður setur náttúrulega alltaf sjúklinginn í fyrsta sæti og hugsar fyrst og fremst um hann. Maður getur verið að setja sjúklinginn í erfiða stöðu ef maður er til dæmis farinn að biðja sjúklinginn: „Heyrðu má ég taka video og setja á Snapchat þessa aðgerð?“ Sjúklingurinn kann kannski ekki við að segja nei.“ Aukning í heimsfaraldrinum Algengustu aðgerðirnar sem hann gerir eru brjóstastækkun, brjóstalyfting, augnlokaaðgerð og svuntuaðgerðir. Hannes segir að það hafi orðið aukning í fegrunarlýtalækningum hér á landi síðustu tólf mánuði. „Við höfum fundið fyrir því við lýtalæknar á Íslandi. Það er kannski bara eðlileg skýring á því, fólk hefur meiri tíma, það er meira að vinna heima og hefur meiri tíma til að jafna sig.“ Hann segir að margir eigi hugsanlega líka meira á milli handanna þar sem minna er um ferðalög erlendis og annað slíkt og velji því að eyða meira í sjálfan sig. „Það hefur verið trendið þegar það dynur eitthvað svona yfir, eins og í hruninu þá gerðist þetta líka. Fólk hægir á sér og það fer að hugsa meira inn á við.“ Þáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan og á öllum helstu efnisveitum. Þar ræðir hann meðal annars um fylliefni, bótox, buttlift, Kendall Jenner og fleira tengt lýtaaðgerðum. Klippa: HI Beauty hlaðvarp - Dr. Hannes Sigurjónsson lýtalæknir
Lýtalækningar HI beauty Tengdar fréttir Svona gerir Birgitta Líf sig til áður en hún fer út Áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir er lærður förðunarfræðingur en segist ekki vera mikið í því að breyta til og haldi sig yfirleitt við svipaða förðun. 11. febrúar 2021 13:00 „Ég notaði kókosolíu framan í mig og húðin mín stíflaðist“ Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir mætti í Snyrtiborðið með HI beauty og sagði frá öllum sínum uppáhalds snyrtivörum. Hún sagði frá því hvaða vörur hún notar alla daga og hvernig hún breytir til ef hún er að fara eitthvað sérstakt. 3. febrúar 2021 07:00 Notar alltaf primer svo förðunin endist út daginn „Venjulega þegar ræktin er opin þá byrja ég þar og kem svo hingað heim og græja mig eldsnöggt út og fer á fyrsta fund dagsins sem byrjar oftast ekki seinna en níu, stundum aðeins fyrr.“ 27. janúar 2021 08:01 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Svona gerir Birgitta Líf sig til áður en hún fer út Áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir er lærður förðunarfræðingur en segist ekki vera mikið í því að breyta til og haldi sig yfirleitt við svipaða förðun. 11. febrúar 2021 13:00
„Ég notaði kókosolíu framan í mig og húðin mín stíflaðist“ Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir mætti í Snyrtiborðið með HI beauty og sagði frá öllum sínum uppáhalds snyrtivörum. Hún sagði frá því hvaða vörur hún notar alla daga og hvernig hún breytir til ef hún er að fara eitthvað sérstakt. 3. febrúar 2021 07:00
Notar alltaf primer svo förðunin endist út daginn „Venjulega þegar ræktin er opin þá byrja ég þar og kem svo hingað heim og græja mig eldsnöggt út og fer á fyrsta fund dagsins sem byrjar oftast ekki seinna en níu, stundum aðeins fyrr.“ 27. janúar 2021 08:01