Innlent

Löng bílaröð á slóðum gossins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fréttamaður Vísis tók þessa mynd um klukkan hálf tólf. Þá átti hann nokkuð langa göngu eftir bílaröðinni á Suðurstrandarvegi.
Fréttamaður Vísis tók þessa mynd um klukkan hálf tólf. Þá átti hann nokkuð langa göngu eftir bílaröðinni á Suðurstrandarvegi. Vísir/Atli

Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall.

Jóhann K. Jóhansson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er á svæðinu og tók meðfylgjandi mynd sem sýnir hluta af bílaröðinni. Bílarnir skipta hundruðum að sögn Jóhanns.

„Staðan er þannig að það er mikill áhugi á gosstöðvunum. Maður sér það á fjölda fólks sem er að ganga frá Suðurstrandarvegi og í átt að Geldingadölum. Hér eru að minnsta kosti 200-300 bílar og nokkrar rútur,“ segir Jóhann.

Björgunarsveitir stikuðu stystu leið að gosstöðvunum í gær. 

Svona var staðan á ellefta tímanum í morgun. Nokkuð styttri röð en klukkustund síðar.Vísir/JóiK

„Veðrið er með eindæmum gott og verður það fyrri part dags. Greinilega margir sem ætla sér að sjá eldgosið í dag.“

Jóhann segir að ágætlega gangi að koma bílum fyrir. Að sama skapi sé ljóst að þeir sem tínist á svæðið núna þurfi að leggja ansi langt frá gönguleiðinni á svæðið.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×