Innlent

Birta hita­mynd af sólar­hrings­gömlu gosi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er tekin með LANDSAT-8-gervitunglinu sem er í eigu NASA og bandarísku jarðfræðistofnunarinnar.
Myndin er tekin með LANDSAT-8-gervitunglinu sem er í eigu NASA og bandarísku jarðfræðistofnunarinnar. Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands birtir á Facebook-síðu sinni í morgun hitamynd af eldgosinu í Geldingadal sem tekin var rúmum sólarhring eftir að það hófst, það er á laugardagskvöldið 20. mars klukkan 22:38.

Myndin er tekin með LANDSAT-8-gervitunglinu sem er í eigu NASA og bandarísku jarðfræðistofnunarinnar en því var skotið á loft árið 2013.

„Á myndinni sést vel hitauppstreymið frá gosstöðvunum og nýuppkomnu hrauninu. Sérfræðingar Veðurstofunnar nota slíkar hitamyndir til að staðsetja eldgos, en einnig til að meta gróflega stærð gosa.

Sökum skýjafars þegar myndin var tekin eru útlínur hitafráviksins örlítið bjagaðar og rauða svæðið endurspeglar því ekki rétta stærð hraunsins.

Gervihnattamyndir geta verið mjög nákvæmar og henta til að meta umfang á stórum gosum utan alfaraleiðar, eins og til dæmis umfang Holuhraunsgossins á sínum tíma,“ segir í færslu á Facebook-síðu Veðurstofunnar.

LANDSAT-8 gervitunglinu, sem er í eigu NASA og bandarísku jarðfræðistofnunarinnar, var skotið á loft árið 2013. Frá þeim...

Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, March 23, 2021


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×