Grillað brauð, hjólreiðafólk og þjóðhátíðarstemning við gosið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. mars 2021 14:30 Fólksfjöldinn hjá eldgosinu við Fagradalsfjall á Reykjanesi í gær. Vísir/Vilhelm Mikill mannfjöldi var við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall þegar Vilhelm Gunnarsson fréttaljósmyndari Vísis leit þar við í gær. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var góð stemning hjá flestum, en það virtist sem það væru ekki allir að passa upp á tveggja metra regluna og tilmæli yfirvalda vegna heimsfaraldursins. Fleiri en þúsund gestir voru samankomnir við gosið í gær þegar ljósmyndari okkar var á staðnum.Vísir/Vilhelm Þó að um helgina hafi birst fréttir um örmagna fólk, týnda einstaklinga og ofkælingarástand, virðist meirihlutinn í gær þó hafa verið vel búinn miðað við aðstæður. Hraunið er þó erfitt yfirferðar og lentu einhverjir í því að skórnir gáfu sig á leiðinni. Hér er búið að líma sólann á gönguskóna með blástrum og teygjum. Þessi ætlaði greinilega ekki að láta neitt stoppa sig á leiðinni að gosinu.Vísir/Vilhelm Ljósmyndarinn var þar fótgangandi eins og flestir viðstaddir, en þó rakst hann líka á hjólreiðafólk sem hafði komið á staðinn á vel útbúnum fjallareiðhjólum. Það er mun fljótlegra að komast að gosinu núna á reiðhjóli en fótgangandi. Einhverjir hunsuðu þó lokanir á svæðinu og keyrðu mjög nálægt gosinu á jeppum og stórum bílum.Vísir/Vilhelm Fólk borðaði nesti við gosið og einhverjir grilluðu brauð og fleira á grillteinum. Flestir voru með nesti með sér og þessi hressi göngugarpur grillaði brauð í heitu hrauninu.Vísir/Vilhelm Veðrið í gær var ekki frábært en í kringum gosið sjálft var auðvitað heitt og notalegt. Í dag er veður á svæðinu vont og þar sem einnig er hættuleg gasmengun á staðnum er svæðið lokað. Eldgos við Fagradalsfjall á ReykjanesiFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gosið telst kannski lítið í samanburði við önnur eldgos hér á landi en þeir sem hafa heimsótt gosið eru samt flestir á því máli að þetta sé stórkostlegt sjónarspil móður náttúru. Hraunið flæddi úr stærsta gígnum og viðstaddir fylgdust agndofa með.Vísir/Vilhelm Litadýrðin nýtur sín einstaklega vel þegar tekur að rökkva, svo margir velja að bera gosið augum um kvöld eða nótt. Eldgosið hefur vakið heimsathygli og margir hafa furðað sig á því að Íslendingar hlaupi í áttina að eldglóandi hrauninu í stað þess að forðast svæðið.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk hefur haft í nógu að snúast um helgina við gæslu á svæðinu. Tugir, ef ekki hundruðir einstaklinga hafa þurft á aðstoð að halda. Eftir að veðrið versnaði seint í gær þurfti meðal annars að sækja einstaklinga sem höfðu lagst örmagna í jörðina og komust því ekki aðstoðarlaust til baka í bílana sína.Vísir/Vilhelm Hraunárnar flæða hundruði metra um Geldingadal. Svæðið er lokað í dag vegna gasmengunar.Vísiir/Vilhelm Áhugasamir ættu vonandi að geta gengið að gosinu seinna í dag eða á morgun. Þangað til þarf fólk að láta streymi og ljósmyndir duga. Rauðglóandi hraunið er nánast dáleiðandi.Vísir/Vilhelm Um helgina birtust hér á Vísi myndaþættir eftir bæði Vilhelm Gunnarsson og Ragnar Axelsson ljósmyndara Vísis. Þær myndir má finna í fréttunum hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Mest lesið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var góð stemning hjá flestum, en það virtist sem það væru ekki allir að passa upp á tveggja metra regluna og tilmæli yfirvalda vegna heimsfaraldursins. Fleiri en þúsund gestir voru samankomnir við gosið í gær þegar ljósmyndari okkar var á staðnum.Vísir/Vilhelm Þó að um helgina hafi birst fréttir um örmagna fólk, týnda einstaklinga og ofkælingarástand, virðist meirihlutinn í gær þó hafa verið vel búinn miðað við aðstæður. Hraunið er þó erfitt yfirferðar og lentu einhverjir í því að skórnir gáfu sig á leiðinni. Hér er búið að líma sólann á gönguskóna með blástrum og teygjum. Þessi ætlaði greinilega ekki að láta neitt stoppa sig á leiðinni að gosinu.Vísir/Vilhelm Ljósmyndarinn var þar fótgangandi eins og flestir viðstaddir, en þó rakst hann líka á hjólreiðafólk sem hafði komið á staðinn á vel útbúnum fjallareiðhjólum. Það er mun fljótlegra að komast að gosinu núna á reiðhjóli en fótgangandi. Einhverjir hunsuðu þó lokanir á svæðinu og keyrðu mjög nálægt gosinu á jeppum og stórum bílum.Vísir/Vilhelm Fólk borðaði nesti við gosið og einhverjir grilluðu brauð og fleira á grillteinum. Flestir voru með nesti með sér og þessi hressi göngugarpur grillaði brauð í heitu hrauninu.Vísir/Vilhelm Veðrið í gær var ekki frábært en í kringum gosið sjálft var auðvitað heitt og notalegt. Í dag er veður á svæðinu vont og þar sem einnig er hættuleg gasmengun á staðnum er svæðið lokað. Eldgos við Fagradalsfjall á ReykjanesiFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gosið telst kannski lítið í samanburði við önnur eldgos hér á landi en þeir sem hafa heimsótt gosið eru samt flestir á því máli að þetta sé stórkostlegt sjónarspil móður náttúru. Hraunið flæddi úr stærsta gígnum og viðstaddir fylgdust agndofa með.Vísir/Vilhelm Litadýrðin nýtur sín einstaklega vel þegar tekur að rökkva, svo margir velja að bera gosið augum um kvöld eða nótt. Eldgosið hefur vakið heimsathygli og margir hafa furðað sig á því að Íslendingar hlaupi í áttina að eldglóandi hrauninu í stað þess að forðast svæðið.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk hefur haft í nógu að snúast um helgina við gæslu á svæðinu. Tugir, ef ekki hundruðir einstaklinga hafa þurft á aðstoð að halda. Eftir að veðrið versnaði seint í gær þurfti meðal annars að sækja einstaklinga sem höfðu lagst örmagna í jörðina og komust því ekki aðstoðarlaust til baka í bílana sína.Vísir/Vilhelm Hraunárnar flæða hundruði metra um Geldingadal. Svæðið er lokað í dag vegna gasmengunar.Vísiir/Vilhelm Áhugasamir ættu vonandi að geta gengið að gosinu seinna í dag eða á morgun. Þangað til þarf fólk að láta streymi og ljósmyndir duga. Rauðglóandi hraunið er nánast dáleiðandi.Vísir/Vilhelm Um helgina birtust hér á Vísi myndaþættir eftir bæði Vilhelm Gunnarsson og Ragnar Axelsson ljósmyndara Vísis. Þær myndir má finna í fréttunum hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Mest lesið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira