Innlent

„Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“

Samúel Karl Ólason skrifar
Kristján Már á Fagradalsfjalli með gosið í baksýn í morgun.
Kristján Már á Fagradalsfjalli með gosið í baksýn í morgun. Vísir/Vilhelm

Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt.

Litlar sem engar líkur séu á því að hraunið muni komast upp úr dalnum.

Kristján fór ásamt tökumanni og ljósmyndara fréttastofu í þyrluferð að eldgosinu í morgun og virti það fyrir sér. Hann sagði að þó það væri ekki stórt væri það „stórkostlega fallegt“.

„Hér er að verða til alveg geysilega falleg gígaröð,“ sagði Kristján. „Ég sé ekki betur en að móðir náttúra sé að gefa okkur stórkostlega náttúrusmíð.“

Þá sagði hann enga ösku koma frá eldgosinu og að gasmengun virtist berast til Krýsuvíkur.

Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá frétt Kristjáns úr aukafréttatíma Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×